Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 93
eimreiðin
DR. LOUIS WESTENRA SAMBON
349
þessar alkunnu stöðvar, þyki gaman að bera saman hve
margt hann hefir séð og fundið af því, sem dr. Sambon lýsir.
Dr. Sambon hefir huga á að koma hingað aftur og kynn-
ast landi og þjóð betur. Væri það mikill gróði að fá sem
oftast slíkan gest: langsýnan og langminnugan.
Guðm. Finnbogason.
Dingvallaför.
Eftir Dr. Louis Westenra Sambon.
Þriðjudag 28. júní. — Klukkan rúm-
lega níu, leggur löng bifreiðalest af
stað úr Reykjavík til Þingvalla með
konungsfólkið og um hundrað gesti.
Meðal gestanna eru yfirvöldin á staðn-
um, prófessorar háskólans og allmargir
blaðamenn.
Þingvallavegurinn er vel kunnur.
Hann liggur til suðausturs um ófrjótt
og grýtt ölduland, yfir Elliðaárnar,
fræga laxelfi, rétt ofan við ósana, stígur
svo smámsaman í tvö hundruð og tutt-
ugu feta hæð yfir sjávarmál, liggur um
vesturbakka Rauðavatns og þaðan ná-
le2a samhliða Hólmsá upp að Geithálsi. Hólmsá rennur í Elliða-
^mar og líður í bragðfögrum bugðum fram með Rauðhólum,
PYrpingu rauðra og svartra smágíga, er minna á forngrísk
s^apker, steind rauðum og svörtum myndum. Þessa stundina
^Peglar Hólmsá algrátt loftið og er sem gjörð úr skygðu stáli um
raunhólana. Alt er svæðið skolbrúnt eða hnotbrúnt yfirlits,
uieð óreglulegum flekkjum hér og þar af rauðbrúnu gjall-
endu hrauni og grænleitum engjum, drifnum ótali frostalinna
rna. I þúfunum eru hvítar, mórauðar og svartar kindur í ró
Dr. L. W. Sambon.