Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 92
348
DR. LOUIS WESTENRA SAMBON
EIMREIÐIN'
æðunum. Eg hefi aldrei fundið það betur en við að lesa
greinar dr. Sambons og heyra hann segja frá, að hin æðsta
list er að gera hið gamla nýtt og hið fjarlæga nálægt. Með
þeim hætti sigrar andinn tíma og rúm.
Enn er eitt ótalið, sem dr. Sambon er allra manna fjölvitr-
astur í, en það er matargerð. Við að rannsaka sögu drep-
sóttanna, fór hann að hugsa um hallæri þau, er þeim fylgja
iöngum, og ráðin sem neytt hefir verið til að ráða bót á
þeim; tók hann þá að safna matreiðslubókum frá ýmsum tím-
um og löndum og á nú af þeim mikið safn. Þegar stríðið
skall á, fór hann að rannsaka við hvað mætti notast á Eng-
landi, af innlendum fæðuefnum, ef aðflutninga tæki af, og
prófaði þannig hverja af annari jurtir þær, sem á Eng-
landi geta vaxið, til að finna hvað af þeim gæti orðið manna-
matur. Hann hélt og fyrirlestra í College of Ambulance um
matreiðslu á stríðstínuim, en kona hans matreiddi sýnishornin.
Er það ótrúlegt hve ljúffengan mannamat má gera úr jurtum,
sem annars eru taldar kúafóður. Hann gæddi mér t. d. á
grænmeti úr smára, sem var eitthvað það ljúffengasta, sem
eg hefi bragðað. Hann sagði mér að túngrösin okkar væru
mörg ágæt til manneldis, en eg sagði honum að ef þau
reyndust jafngóð og það sem hann gaf mér, þá mundum við
slátra kúnum og eta töðuna sjálfir. Hann hefir á prjónunum
ýmsar tillögur um íslenskar fæðutegundir, sem varla er efa-
samt að gætu orðið afarmikils virði fyrir okkur.
Og þá kem eg að því, sem er tilefni þess, að eg skrifa um
dr. Sambon, þó af vanefnum sé og ver en eg vildi.
Eins og áður er sagt, kom dr. Sanibon hingað í fyrru-
sumar og varð mjög hrifinn af landi og þjóð. Er hann
rita bók um ferð sína, og fékk eg að heyra þar nokkra kafla*
Eg fór fram á það, að fá tvo þeirra til að birta á íslensku,
og var honum það ljúft. Kemur nú annar þeirra hér í Eim-
reiðinni og vona eg að athugull lesandi finni, að hér el
enginn hversdagshöfundur á ferðinni. Sívakandi athygli, svif'
létt ímyndunarafl, er dregur að samlíkingar hvaðanæfa °9
gerir alt ljóst og lifandi, ást á náttúrunni og óvenjulegu*
næmleiki fyrir fegurð hennar og blæbrigðum öllum speglaS*
alt greinilega. Býst eg við að mörgum, sem farið hefir urri