Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 101
eimreiðin
Þ1NGVALLAF0R
357
hlið undirheima, og reyndar eru hér Elysium-vellir og Tartarus-
hlettar hlið við hlið eins og á Phlegra-sléttunni í Campania
Felix. Mikla undra kviðu rnætti yrkja út af Þingvallavatni.
Þúsundir manna í hátíðabúningi — konurnar prúðbúnar eins
og blóm — hafa safnast í hópum á víð og dreif, stimir standa
og sumir sitja, í grasgrónum brekkunum niður af austurvegg
Almannngjár. Álengdar eru þessar brekkur með ntannþyrp-
ingunum til að sjá eins og persneskar flosábreiður, sem af
ásettu ráði eru með óreglulegum myndum og litum til að
bægja á braut illu augnaráði og heilla til sín hamingjuna.
Þegar vér komum inn á sléttuna, leikur hornaflokkur þjóð-
sönginn, karlaflokkur syngur og mannfjöldinn lýstur upp fagn-
aðarópi og klappar hrifinn höndum. Hinir miklu stuðlabergs-
veggir endurkveða og magna þessi fjölbreyttu hljóð og marg-
falt bergmál hljómar frá gjá til gjár, frá fjalli til fjalls, yfir
sléttuna og vatnið og aftur til baka, safnast í voldttga velkom-
anda kveðju til konungs og drotningar.
Vér stöndum nú á helgum stað, á stað sem er vígður sögu
og sögnum. Gjáin mikla, hraunsléttan, hin streymandi á, heið-
blátt vatnið eru minjar frægrar fortíðar og yfir þeim skín sem
forðum hin dýrðlega sól. En hvað það er ósamræmilegt að
sjá rétt hjá Lögbergi gistihús, sem með goðgá kallast »VaI-
höll«, og niður undan Oxarárfossi timburhús með rauðu þaki
fyrir konunginn, nauðalíkt leikfangi sniðntt eftir örkinni hans
Nóa. Hvað það á undarlega illa við að sjá bifreiðaröðina
löngu öðru megin vegarins og þessar mörgtt stikur af baðm-
ullardúk skornar niður í sntáfána og veifur, sem blakta í blæn-
um og rjúfa samræmi náttúrunnar rneð prjáli ósamstæðra lita.
Rúmlega sextíu tjöld hafa verið reist út um vellina og
fólkið þyrpist um þau eins og býflugnasveimur. Stúlkurnar, á
aullbaldíruðum bolum, glitra í sólskininu eins og frjórykaður
rósatordýfill, en tveir konungsþjónar skoppa um í skarlats-
rauðum mariuhænu einkennisbúningi og gefa hinu kvika sjón-
arspili bjartari blæ. Um leið og eg geng yfir veginn kemur
ifreið, sem seinkað hefir, þjótandi ofan á vellina og á eftir
hennt ríðandi menn, lausir hestar og hestar undir klyfjum, alt
skundar ofan gjána og glamrar margvíslega í, eins og trjá-
söngva þreytti þar sinn glamurkliðandi kveldsöng.