Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 46
300
KENNARI KEMUR TIL SOOUNNAR
EIMREIÐIN
hafi haft neitt út á annan að setja. Þarna var Janson, altaf
með bros á vörum og eitthvert gamanyrði. Og Þrúður, kona
hans, mikil vexti, fríð og tigin eins og drotning. Þarna var
Stefán Frich, málfræðingurinn, prestssonur, eldrauður lýðfrelsis-
maður, norskur í húð og hár, örorður og tannhvass, en augun
stöfuðu geislum af góðgirni og ástúð. — Þarna var Kristján frá
Horni, búfræðingurinn okkar, þéttur á velli, traustur og trygsur
sem gull. Og hún systir hans, Lína frá Horni, hæglát og bljúg
og kvenleg, rétt eins og Sigrún á Sunnuhvoli væri þar lifandi
komin. — Þarna var Olafur frá Ásmundsstöðum, fjallasveinn-
inn, frár eins og vindur, og fjörugur sem kvikasilfur. Enginn
var prúðari í dansi en hann, og enginn kastaði betur knetti.
— Þarna voru þeir Blikastaðabræður, Sigurður og ívar, af
göfugustu óðalsbændaættum í dalnum, fríðleiksmenn og for-
sjálir, og þóttu vænlegir til höfðingja, — Þarna voru þeir
Lómverjarnir Hallvarður og Eilífur frá Ofeigsstöðum, Olafur
frá Haukatóftum og Rasmus úr Norðurdal. Þá voru þeir nu
ekki sérlegir garpar að sjá, en síðar urðu þeir sveitarstoðir 1
í Lómasveit, og svo fór þeim forustan úr hendi, að þar er nu
norskasta sveitin í Noregi. — Þarna var Pétur frá Útheimum,
kominn af hersaætt frá Norðmæri. Sjálfur var hann þá þegar
orðinn stórbóndi, kvæntur maður, hár og þrekinn sem hamra-
tindur og djúpur sem Dimmifjörður. Nú Iét hann sér sæma
að sitja í skóla, og sagðist aldrei hafa unnið þarfara verk. "
Þarna var Jón af Suðurnesjum, sjógarpurinn mikli úr Vigra'
firði, geðríkur og fullur af margvíslegustu áhugamálum, og lét
altaf »gamminn geisa«. — Þarna var Eyvindur Knútsson,
glaður og hýr; þessi gáfaði snildarpiltur hafði komist undir
manna hendur, hafði verið krúnurakaður og sveltur inni um
hríð. Nú hafði Kristófer Ieyst hann úr varðhaldinu. Eg fékk
með hverjum degi meiri og meiri mætur á honum. Hann laS
mér rit Wergelands og sýndi mér inn í hulduheima hans;
því bý eg altaf að. — Og þarna héldum við »stórþing« með
gleðskap og gamanleikum, og »smáþing« með ræðum og sam-
tali, og kviðdóma með sýslumanni, skrifara og vitnum, °S
samsæti og kaffidrykkjur. Og á alt þetta horfði gamla konan,
frú Brún, og hafði gaman af, og skólastjóri sjálfur líka’
þegar hann hafði tíma til.