Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 110
366
TÍMAVÉLIN
EIMREIÐIN
og börn, en þeir voru líka eins og börn í því, hve fljótir þeir
voru að gefast upp og missa áhugann. Þegar máltíðinni var
lokið og fyrstu ærslunum, tók eg eftir því, að allir þeir, sem
fyrst höfðu hitt mig, voru farnir. Það leið ekki heldur á
löngu áður en eg fór að fara mínu fram án þess að skeyta
nokkuð um þetta fólk. Þegar eg var búinn að eta nægju
mína fór eg út um hliðið aftur, út í sólskinið. Eg mætti í
sífellu þessum framtíðar mönnum. Þeir eltu mig spölkorn,
blöðruðu og hlógu, bentu og veifuðu og hurfu svo von bráð-
ar að sínu fyrra iðjuleysi.
Kvöldkyrðin var að færast yfir, þegar eg kom út úr húsinu,
sólin var að ganga til viðar og roðinn baðaði alt með hlýju
geislaflóði. Eg var hálf ruglaður í öllu, það var alt svo ger-
ólíkt því, sem eg hafði vanist, jafnvel blómin voru önnur.
Höllin, sem eg hafði komið inn í, var reist í hlíð, og breiður
dalur framundan, en Thames áin hafði breytt farvegi sínum
um h. u. b. mílu. Eg hugsaði mér að ganga upp á ás, sem
var um hálfa aðra mílu burtu, til þess að geta litast betur
um, og séð dálítið meira af þessari jörð okkar, eins og hún
leit nú út, árið 802701 e. Krb. Eg gleymdi að geta um það„
að tímavísarnir á vélinni sýndu þetta ár.
Á leiðinni gaf eg nákvæmar gætur að öllu, ef ske kynni,
að eg fengi einhverja lausn á þeirri gátu, hvernig heimurinn
var kominn. Það var einhvers konar úr sér gengin dýrð og
skraut. Til dæmis sá eg á leiðinni upp eftir hlíðinni feikna
hrúgur af granít-steinum og alúminíum-lengjum vafið um þá
á ýmsa vegu, órekjandi flækja af lóðréttum veggjum og mol-
uðu rusli og innan um þetta uxu allskonar plöntur, undur
fagrar og stórar, brúnar að lit, eins konar netlur, sem ekki
gátu brent né stungið. Hér voru auðsjáanlega rústir af ein-
hverri stórfengilegri höll, til hvers sem hún hafði verið notuð.
Það var einmitt hér á þessum sama stað, sem eg komst i
æfintýri síðar, æfintýri, sem var þó ekki nema forspil að upp'
götvun, sem var enn þá merkilegri, — en eg ætla ekki að
segja frá því fyr en að því kemur.
Eg varð feginn að hvíla mig snöggvast á palli einum o9
litaðist um. Tók eg þá alt í einu eftir því, að það voru engin
smá hús sýnileg nokkursstaðar. Það var auðsjáanlega hætt að