Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 110

Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 110
366 TÍMAVÉLIN EIMREIÐIN og börn, en þeir voru líka eins og börn í því, hve fljótir þeir voru að gefast upp og missa áhugann. Þegar máltíðinni var lokið og fyrstu ærslunum, tók eg eftir því, að allir þeir, sem fyrst höfðu hitt mig, voru farnir. Það leið ekki heldur á löngu áður en eg fór að fara mínu fram án þess að skeyta nokkuð um þetta fólk. Þegar eg var búinn að eta nægju mína fór eg út um hliðið aftur, út í sólskinið. Eg mætti í sífellu þessum framtíðar mönnum. Þeir eltu mig spölkorn, blöðruðu og hlógu, bentu og veifuðu og hurfu svo von bráð- ar að sínu fyrra iðjuleysi. Kvöldkyrðin var að færast yfir, þegar eg kom út úr húsinu, sólin var að ganga til viðar og roðinn baðaði alt með hlýju geislaflóði. Eg var hálf ruglaður í öllu, það var alt svo ger- ólíkt því, sem eg hafði vanist, jafnvel blómin voru önnur. Höllin, sem eg hafði komið inn í, var reist í hlíð, og breiður dalur framundan, en Thames áin hafði breytt farvegi sínum um h. u. b. mílu. Eg hugsaði mér að ganga upp á ás, sem var um hálfa aðra mílu burtu, til þess að geta litast betur um, og séð dálítið meira af þessari jörð okkar, eins og hún leit nú út, árið 802701 e. Krb. Eg gleymdi að geta um það„ að tímavísarnir á vélinni sýndu þetta ár. Á leiðinni gaf eg nákvæmar gætur að öllu, ef ske kynni, að eg fengi einhverja lausn á þeirri gátu, hvernig heimurinn var kominn. Það var einhvers konar úr sér gengin dýrð og skraut. Til dæmis sá eg á leiðinni upp eftir hlíðinni feikna hrúgur af granít-steinum og alúminíum-lengjum vafið um þá á ýmsa vegu, órekjandi flækja af lóðréttum veggjum og mol- uðu rusli og innan um þetta uxu allskonar plöntur, undur fagrar og stórar, brúnar að lit, eins konar netlur, sem ekki gátu brent né stungið. Hér voru auðsjáanlega rústir af ein- hverri stórfengilegri höll, til hvers sem hún hafði verið notuð. Það var einmitt hér á þessum sama stað, sem eg komst i æfintýri síðar, æfintýri, sem var þó ekki nema forspil að upp' götvun, sem var enn þá merkilegri, — en eg ætla ekki að segja frá því fyr en að því kemur. Eg varð feginn að hvíla mig snöggvast á palli einum o9 litaðist um. Tók eg þá alt í einu eftir því, að það voru engin smá hús sýnileg nokkursstaðar. Það var auðsjáanlega hætt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.