Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 85
eimreiðin
VISKUKENNARINN
341
oss í eyðimörk, svo að vér mættum hlýða á þig. Ætlar
þú nú að láta oss fara frá þér og allan mannfjöldann, sem
þú hefir leitt til fylgdar við þig?«
Og hann svaraði þeim og sagði: »Eg mun ekki tala um
guð við ykkur«.
Og mannfjöldinn möglaði gegn honum og mælti til hans:
»Þú hefir farið með oss í eyðimörk og enga fæðu gefið oss
að eta. Tala við oss um guð og munum vér þá verða ánægð-
ir«. — En hann ansaði þeim engu orði, því hann vissi, að
ef hann talaði við þá um guð, gæfi hann öðrum dýrmætustu
eigu sína.
Og lærisveinar hans gengu hryggir á brott. Og lýðurinn
sneri aftur til heimkynna sinna. Og fórust margir á leiðinni.
Og er hann var einn orðinn horfði hann til tunglsins og
ferðaðist sjö tungla tíma og ávarpaði engan mann né svaraði
nokkru ávarpi. Og í lok hins sjöunda tungls kom hann í
eyðimörk þá sem heitir eyðimörk hins mikla fljóts. Hitti hann
þar fyrir skúta, sem kentári nokkur hafði eitt sinn haft að-
setur í, og bjóst hann þar um, gerði sér ábreiðu af sefi til
að liggja á og varð einsetumaður. Og hverja stund lofaði
einsetumaðurinn guð fyrir að hafa leyft sér að varðveita
nokkuð af þekking sinni á honum og undramætti hans.
En kvöld eitt, er einsetumaðurinn sat úti fyrir skúta sínum,
sá hann ungan mann einn fríðan sýnum en illilegan ganga
fi’amhjá, tómhentan og lítt búinn. Hvert kvöld gekk hinn ungi
maður tómhentur hjá, og hvern morgun kom hann aftur með
fullar hendur af perlum og purpura, því hann var ræningi og
rændi lestir kaupmanna. Og einsetumaðurinn horfði á hann
°2 aumkaði hann, en sagði ekki orð, því hann vissi að sá
sem talar glatar trú sinni.
Og morgun einn er hinn ungi maður kom aftur með fullar
^endur af perlum og purpara, nam hann staðar, ygldi sig og
stappaði fótum í sandinn og mælti til einsetumannsins:
*Hvers vegna horfir þú ætíð svona til mín er eg geng hjá?
Hvað er það sem eg sé í augum þínum? Því enginn hefir
horft þannig til mín fyr, og mér er þetta þyrnir í holdi og
Veldur mér óróa«.
Og einsetumaðurinn svaraði honum og sagði: »Það sem