Eimreiðin - 01.12.1922, Side 34
290
KENNARI KEMUR TIL S0QUNNAR
EIMREIÐIN
munni eftir það. En allir, sem heyrðu, voru á Kristófers
bandi; þeim þótti mátulegt, að presturinn þeirra fengi á
baukinn.
Þessa sögu heyrði jeg, og margar fleiri, sem okkur þótti
matur í, unglingunum, svo að við brunnum í skinninu.
Þess heyrðum við getið, að ekki setti Kristófer nemendum
sínum of mikið fyrir; hann gerði varla annað en að spjalla
við þá og segja þeim sögur. Og hann hafði þá til, að vera
svo skemtilegur, að allir veltust um af hlátri í miðri kenslu-
stund, og kennarinn með. En víst var alvara hjá honum
annað veifið. Einu sinni bar smalamann þar að garði, og fékk
hann að vera viðstaddur eina kenslustund. Þá heyrði haim
Kristófer tala svo við drengina, að þeir sátu sem þrumu
lostnir, hlustuðu og gláptu á hann, og sumum hrundu tár um
kinnar. Þá hafði hann verið að segja þeim, hvað guð ætlaði
manninum að verða. Guð hefði skapað mennina í sinni mynd,
til þess að líkjast honum, en ekki til þess að gera sjálfa sig
að ræflum með drykkjuskap, spilafíkn og flangri, eða öðrum
fíflalátum, sem nú væri tíska.
Enn hafði eg heyrt frá því sagt, að fyrsta árið, sem Kristó-
fer hélt skóla, hafi hann átt 2 krónur afgangs, þegar lokið
var að greiða allan skólakostnaðinn. Þær 2 krónur voru árs-
kaupið hans. Þá hafði móðir hans stappað í hann stálinu,
að halda áfram, hún skyldi útvega skólanum fé. Sú var hon-
um betri en enginn — hún móðir hans — og bar skólann
fyrir brjósti engu síður en hann. Þarna eldaði hún matinn
handa skólapiltunum, sat að borðum með þeim, háöldruð og
hvít fyrir hærum, og gerði að gamni sínu við strákana.
Kristófer Brún þurfti aðstoðarkennara, og fékk til þess
Kristófer ]anson frá Björgvin, skáld og prestling. Þessum
]anson hafði og verið boðin álitleg staða í borginni, en hann
þakkaði fyrir, sagðist heldur vilja fá 2 krónur í kaup, °S
vera á Seli, með nafna sínum. Ekki gekst hann heldur fyr»r
laununum.
Þessar fregnir allar af Selsskólanum gat eg ekki staðist-
Eg var á 18. árinu, og vildi nú friðlaust komast í skólann
næsta haust, og stundi því upp við föður minn. Við voruiu
þá niðri í garði að gera lokræsi. »Og ekki held eg þa^’