Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 70
326
SÆMUNDUR FRÓÐl
EIMREIÐIN
Þannig sjáum vér hylla undir Sæmund af hverju ieiti, en
hann hverfur jafnharðan aftur án þess að vér getum áttað oss
á honum, nema stærð hans.
Kona Sæmundar var Guðrún, dóttir Kolbeins Flosasonar
lögsögumanns, og má af því sjá, að þjóðsögurnar um Guð-
rúnu, eru komnar á fullkomna glapstigu. Henni er þar svo
lýst, að hún hafi verið vinnukona í Odda og náð í Sæmund
með því að nota sér óskastundina, en hrokast síðan upp af
metorðunum svo að Sæmundur hafi orðið að geyma gömlu
leppana af henni og sýna henni þá við tækifæri til þess að
lægja í henni rostann. Sannleikskjarninn í þessum þjóðsögum
ætti að vera sá, að Guðrún hafi verið af smáum ættum og
það þótt undarlegt að hún skyldi ná að giftast Sæmundi, en
þessu fer mjög fjarri. Það er ekki heldur rétt í þjóðsögunni,
að þau hafi átt saman 7 syni. Þau áttu 4 börn, þrjá syni og
dóttur eina.
Þá er nú eiginlega lokið því, sem vér vitum um Sæmund
fróða, og má það heita mögur eftirtekja um svo frægan mann.
Hann fær auðvitað sömu ágætiseinkunnina ef minst er á klerk-
dóm hans eins og fyrir annað. Hann er talinn mesti klerkur,
sem verið hafi á íslandi. En með því er þó líklega átt fremur
við lærdóm hans og lesningu heldur en prestskapinn sérstak-
lega. Viðurnefnið »hinn fróði« er ugglaust haft um hann •
sömu merkingu og það er haft um nokkra menn aðra í forn-
öld, og látið tákna sagnafróðleik sérstaklega, en þó mun það,
er til Sæmundar kom, hafa þótt við eiga yfirleitt.
En svo kemur þetta einkennilega, sem tæpt hefir verið á hér
að framan, að þrátt fyrir alla hans ágætu hæfileika, höfðings-
skap, rausn og prýði, vitsmuni og firna lærdóm, og hvað það
nú er fleira, sem hann hafði til brunns að bera, þá er frægð
hans hin mikla af annarri rót runnin. Hann hefir sem sé orðið
frægastur fyrir það, sem hann hafði ekki til að bera. Þetta
eru hin einstöku forlög Sæmundar fróða. Hann verður svo
frægur af göldrum sínum og kunnustu í þeirri íþrótt, að af
þeim sökum þekkir hann hvert mannsbarn á landinu.
Og í raun og veru er þetta ofur einfalt mál, ef litið er a
það, sem að framan er sagt.
Eins og áður er sagt Iifði gumið eitt um Sæmund, en saga