Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 50
306
KENNARl KEMUR TIL S0QUNNAR
EIMREIÐIN
snillingur að segja sögu Noregskonunga og lýsa lifnaðarhátt-
um höfðingjanna í fornöld. Þökk og heiður sé honum fyrir
það, sem hann lét í té; mörgum varð það að liði, en ekki
mér. Mér fanst hann líkjast um of leikanda í sjónieik. Þá
fanst mér meira til um Frits Hansen, er hann kendi Noregs-
sögu; hvað hann varð skínandi bjartur og fríður, þegar hann
var að segja frá, og allur í sögunni, svo að hann hafði ekki
• hugmynd um það sjálfur, að augun ætluðu út úr honum, og
orð hans slógu eld. Þar sem hann sagði okkur til vegar og
vísaði leiðina, þar var heiður himinn, útsýnið vítt og alvaran
djúp. Og við fengum hug á því, að rækta og göfga bæðt
sjálfa okkur og landið okkar.
Séra Marteinn fór nú von bráðar að segja það með meiri
og meiri áherslu, að annaðhvort væri það gagnslaust eða synd
samlegt, alt þetta »mannlega«, sem við vorum að fara með i
lýðháskólanum. Þarna kom Kristófer Brún með biblíuna og sýndi
okkur mann/ifid í sögu ísraels. En sá urmull af mönnum,
sem þar átti heima, bæði vondum og góðum, sem hlógu oQ
grétu, unnu sigra og biðu ósigra. Og hann varpaði ljósi yfn'
þá, svo að við sáum þá. Hann sýndi okkur ísraelslýð, og við
sátum með öndina í hálsinum og störðum. Við höfðum áður
lært biblíusögur utan að, þegar við vorum litlir, svo að við
könnuðumst við nöfnin. En aldrei hafði okkur dottið í hugt
að sagan væri svona. Nú sáum við, að þarna voru menn með
holdi og blóði, eins og við; meira að segja, með talsvert
heitara blóði en við. Þvílíkir menn! og þvílíkar konur! Þó að
ekki væri nema þeir Jakob og Esaú, þá þótti okkur sem við
sæjum þá og könnuðumst við báða tvo í sjálfum okkur. Og
svo var hann til með að segja: »Svona getur biblían Ivst
sínum mönnum. Ef einhver Þjóðverjinn hefði tekist á hendur
það vandaverk, að lýsa þessum tveimur bræðrum, þá hefði
hann orðið að skrifa bók í 3 bindum stórum —- eitt um
Jakob, annað um Esaú, og þriðja um samanburð þe,r'a
beggja«. Þá brostum við nú að þýsku guðfræðingunum, þdf1
umst sjá þá sitja kófsveitta innan um skjalahrúgurnar sina'
og vera að semja bækur. Þá strengdi eg þess heit, að bib ^
una skyldi eg lesa vandlega spjaldanna milli. Og svo fór, aL
í heilt ár leit eg ekki í aðra bók.