Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 49
EIMREIÐIN KENNARI KEMUR TIL SOGUNNAR 305
til þess. I Postulasögunni er sagt um Felix landstjóra, að
hann hafi orðið hræddur, þegar Páll mintist á réttlæti, bind-
indi og dóm. En um Björnson er sagt, að hann hafi orðið
reiður — eða hvorttveggja í senn, hræddur og reiður. Ein-
hvern tíma síðar vitnaði Björnson í þessi orð eftir H. C.
Andersen — og lét þau eiga við Kristófer Brún —: »Allir
seöja, að þessi hundur sé meinlaus, en þó er geigur í mér
við hann«.
Einu sinni var Kristófer Brún að segja píslarsögu ]esú í
shólanum.') Björnson hlustaði á. En í miðjum klíðum stóð
Ejörnson upp og gekk burt. Og þegar heim kom, fáraðist
hann um þennan »fórnar-guð« og »blóð-guð« Kristófers, sagðist
ehki vilja heyra meira af því tæi. »Mér fanst sem eg sæi Krist
a krossinum, hvar sem eg kom auga á girðingarstaur á heim-
ieiðinni. Það er hræðilegt«. Kristófer Brún er svo kröfuharð-
Ur> að ótaminni mannssál finst ekki til um. Hann heimtar, að
v,ð gerum vilja guðs, að við beitum viljanum af öllutn mætti,
en lifum ekki eins og verkast vill, eftir því sem okkur dettur
1 hug í þag 0g þag skiftið. Við, Iærlingar hans í skólanum,
höfðum hugsað, eins og fleiri, að gæfan væri það, að lifa
hrautalausu lífi. En hann sannfærði okkur smátt og smátt um
nin> að gæfan fengist ekki með því að umflýja þrautirnar.
Qaefa væri ekkert annað en það, að ganga í gegnum þraut-
"nar og sigra þær. Þá yrðum við meiri menn, þróttmiklir
lllenn og ánægðir. Ef við vildum reyna það, mundum við með
9uðs hjálp fá miklu áorkað. Að gera gott, leggja alt í söl-
urnar — líf, heilsu og aleigu, ef með þarf — það er gæfan,
Sa9ði hann, gæfan bæði sjálfum okkur og öðrum.
VI.
Lýðháskóli Kristófers Brúns var söguskóli í einkennilega
s órum stíl. Hans líki hefir aldrei verið í Noregi. Sagan og
^óðurmálið voru máttarstoðirnar. Á Sögutúnum sat Óli Arne-
Sen um eitt skeið. Eg hlustaði á hann eitt sumar. Hann var
^órir segja, að í það sinn hafi hann verið að tala um dóminti
Ul af Matt. 25.
20