Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 56
312
KENNARl KEMUR TIL S0QUNNAR
eimreiðiN
gat lýðháskólinn vikið úr vegi, svo framarlega sem hann átti
að vera sjálfum sér trúr og sinni köllun, og fékk svo báðar
á móii sér. Og ekki bætti það úr skák, að Björnson kom og
blandaði sér í málið. Hann olli miklum gauragangi og glund-
roða. Það voru vonbrigði fyrir alla, sem höfðu hlakkað til
komu hans og vonuðu alls góðs. Ef til vill tók sér það eng-
inn eins nærri og Kristófer Brún, því að enginn hafði meiri
mætur á Björnson en hann.
Þeir, sem létu þetta mál afskiftalaust, eiga hægt með að
segja, að skólinn hafi líka haft sína galla: of lítið af varfærni
og hyggindum, of lítið af kærleika og umburðarlyndi, of mikið
af vígahug, einkum í stjórnmálunum, of frekan byltingahug á
sumum sviðum, en á öðrum sviðum aftur of mikla íhaldsemi-
En allar þessar aðfinslur eru auka-atriði, nema sú um kær-
leiksskortinn; allar hinar til samans eru of smávægilegar til
þess að byggja á þeim dauðádóm yfir skóla, sem reistur var
á svo mikilvægum lífssannindum. Ef bændurnir í Guðbrands-
dölum hefðu skilið það til fulls, hvað fyrir þessum fórnfúsu
skólaniönnum vakti, þá hefðu þeir aldrei hirt um smá-agnúana,
sem um var deilt. En í stað þess gerðu þeir þá að aðalatriði
og hugsuðu ekki um annað. Þeir voru þröngsýnir og smá-
sálarlegir; það verður ekki af þeim borið. Þó að engill a^
himnum hefði gerst maður og tekið við skólastjórninni, þá er
eg hræddur um, að hann hefði ekki komist öllu lengra me5
lýðháskólann.
Vægasti dómurinn, og ef til vill sanngjarnasti, er sá, a^
skólinn kom of snemma. Gróandinn var ekki kominn. Útsæðið
var gott, og sáðmennirnir þeir bestu, sem fengist gátu. En
hvað dugði það, þegar jarðvegurinn var kaldur, svo að sæðið
gat ekki sprottið. »Ef annað eins mannval hefði sest að oð
tekið til starfa í Danmörku«, segir Schröder, »þá býst eg
að tíundi hver bóndi hefði sent þangað syni sína og dætur,
og þeir hefðu bygt heila borg handa lýðháskólanum sínum-
Því að þar var gróska í jörðu. Þar hafði Ansgar plægt °S
sáð, og margir eftir hans daga, síðast þeir Peder Larsen,
Grundtvig, Birkedal, Kold«.
Það er ekki fjarri mér að halda, að Schröder hafi haft re
fyrir sér í þessu. Svo mikið er víst, að leiðtogarnir þar syðra