Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 112
368
TÍMAVÉLIN
EIMREIÐIN
einn. Eg flýtti mér með talsverðum forvitnishug að komast
upp á hæðina.
Uppi á hæðinni fann eg bekk úr einhverjum gulum málmi,
sem eg kannaðist ekkert við. Hann var á stöku stað þakinn
einkennilegu bleiku ryði, og mosinn var farinn að gróa um
hann hvarvetna. Hægindi voru á bekknum, haglega steypt og
sorfin. Eg settist í bekkinn og virti fyrir mér útsýnið. Það
var eitt af því fegursta, sem eg hefi séð. Sólin var aðeins
horfin, og vesturloftið logaði alt eins og eldur, ýmist ljósgult
eða blóðrautt. Fram undan og fyrir neðan blasti Thamesdal-
urinn við, og liðaðist áin eftir honum eins og bugðóttur gull-
vír. Hingað og þangað blikaði á hallirnar upp úr skóginum,
eins og eg gat um áður, og voru sumar hrundar í rústir, en
aðrar voru bygðar þessum mannverum. Hingað og þangað
sáust stórar myndir gnæfa í þessum feikna aldingarði, eða þá
hvolf og súlur. Engar girðingar sáust, eða vottur um sérstak-
an einstaklings eignarrétt, og engin merki um akuryrkju. 011
jörðin var orðin að aldingarði, sem allir áttu.
Þegar eg var að virða þetta fyrir mér, gat eg ekki að
mér gert að fara að reyna að finna þessu öllu stað, og þetta
kvöld gerði eg mér grein fyrir því hér um bil á þessa leið.
(Síðar komst eg að raun um, að eg hafði ekki gert meira en
rétt aðeins að skygnast inn í sannleikann).
Það kom mér svo fyrir sjónir, að eg hefði komið til mann-
kynsins þegar það var að hverfa. Sólarlagið, sem eg horfði á,
lét þá líkingu koma í huga minn, að eg hefði hitt á sólarlag
mannkynsins. Þóttist eg nú fyrst sjá ýmsar afleiðingar af við-
leitni okkar, sem eg hafði ekki fyr veitt eftirtekt eða dottið í
hug, og þó eru þær ekki neitt annað en rökréttar afleiðingar.
Afl og hreysti er afleiðing erfiðleikanna. Oryggi veitir verð-
laun fyrir bjálfaskap. Við beitum nú öllum kröftum til þess
að bæta lífskjörin, og gera okkur öruggari gegn allskonar
hættum. Þessu hafði verið haldið áfram látlaust. Mennirnir
höfðu unnið hvern stórsigurinn á náttúrunni eftir annan. Það
sem okkur dreymir nú aðeins um, var hér orðið að bein-
hörðum veruleika — og uppskeran var svo þessi, sem eg
horfði nú á!
Við verðum að gæta þess, að þrátt fyrir allar framfarirnar