Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 31
EIMREIÐIN
ALLIR ERUM VIÐ FRÆNDUR
287
standa því efstir hver í sínum ættlið. Hinsvegar tvöfaldast
stöðugt númerin eða merkitalan í kvennleggnum, og stendur
nafn hverrar konu þeirrar raðar síðast í ættliðnum. Guðrún
Eggertsdóttir, sem er númer 8 í III. ættlið, er t. d. móðir nr.
4 í II. ættlið, en dóttir nr. 16 í IV., o. s. frv. Vil ég biðja
menn að gaumgæfa náið ættskrána framanskráðu, því að nú
er komið að höfuðreglunum, sem bæði gera ættarkerfið skilj-
anlegt og nothæft í orðsins bestu merkingu, að ég fæ séð.
Mergur málsins er sá, að sama er, hvaða einstaklingur á
skránni er tilnefndur, þá ber móðir hans helmingi hærra númer
' næsta ættlið á eftir. Ef spurt er, hver sé móðir nr. 3 í III.
ættlið, þá er því auðsvarað, sem sé nr. 6 í IV. Sé hinsvegar
spurt um nafn föðurins, þá er númer hans 1 vant á helniingi
hærri tölu, sem liggur í hlutarins eðli, þar sem föðurnafnið er
ávalt sett einu sæti ofar móðurnafninu. I stærðfræðilegu formi
er hægt að útfæra reglurnar þannig: x == 2y. X merkir núm-
erið, sem leitað er að, en y það númerið, sem við höfum í
huganum, svo að vitanlega er ekki nema ein óþekt stærð í lík-
'ngunni, og hún auðfundin. Hin reglan, sem á við þegar um
faðernið er spurt, lítur þá svona út: x = 2y + 1. Báðar
bessar reglur eru án undantekningar, svo framarlega að ein-
staklingum ættliðanna sé raðað samkvæmt síðari töflunni hér
að framan.
Til þess að hafa fylstu not af rétt færðri ættskrá samkvæmt
ættartölukerfi mínu, er allur vandinn að kunna fyrnefndar regl-
Ur- Má samkvæmt þeim rekja hvern ættstuðul út úr ættár-
skránni á svipstundu, þótt feðratalið á heildarættskránni leiki
á þúsundum og ættliðirnir skifti tugum.
Sökum þess, að slíkt er ekki 'fátítt, að náinn skyldleiki sé
núllum hjóna, kann það oft að henda, að sama nafnið komi
fyrir á ættskránni hvað eftir annað. Númer 4 og 5 í III á
®ttskránni hjer að framan eru t. d. systkin. Nöfn foreldra
teirra verða því að tvíritast í næsta ættlið, en til þess að spara
Ser óþarfar endurtekningar á nöfnum, tökum við upp það ráð
að setja tilvitnun við tvíritun þeirra. Hið umrædda tilfelli lítur
Þá þannig út í IV. ættlið:
IV. 7. ]ón Vigfússon biskup á Hólum.
8. Guðríður Þórðardóttir.