Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 8
264
0GMUNDUR BISKUP
EIMREIÐIN
í brimi við hann Driftarstein
en drafna í dönsku landi.
Þótt ekki þyki undir því,
hvar andaður nárinn stirðnar,
er grafarþekjan skuggaský,
og skyggir á upphæðirnar,
til rjáfurs hærra er hrönnum í,
og hreinni rekkjóðirnar;
oft hef eg hvílu óskað þar, —
úr endalausum held eg mar
til drottins rýmstar dyrnar.
Guði er eg næst um hergrimm höf,
þá heljar að éli rökkur,
þegar rýkur rán um tröf
og rá fyrir vindi klökkur,
þegar tekur knörrinn köf
og kaðall sundur hrökkur.
Væri minn, og væri nú þinn
vilji samur, drottinn minn;
Gnoð að grunnum sökkur.
Ekki er að íást um atlætið,
sem á eg um stund að þola,
hrottaskap og handvolkið,
hverjum dönskum svola,
en — eitt er það, ef Ægislið
askinn bryti í mola,
sem mér er dauðum verra við,
hvað vont er sálufélagið,
skyldi oss saman skola.
En ef þeim skal orkast hitt —
til enda gnap að kljúfa,
og mér í danskan moldarpytt
moka, og dysið kúfa,
Sangar mig að leiðið mitt