Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 95
EIMREIÐIN
ÞINGVALLAF0R
351
og »Syndaflóðsins« ettir Poussin, tveggja meistaraverka þar
sem grálitunum hefir verið beitt af mikilli snild.
I bröttum hlíðum og gljúfrum fjallanna liggja fannir og breð-
ar, ömurlega ataðir eldfjallaösku.
Vér erum nú að fara upp Mosfellsheiði, sem er víðáttu-
niikil auðn, yfirlits eins og grjótnáma og öll úr gjallmylsnu og
hraungrjóti í kynlegustu myndum. Klettarnir eru flekkóttir af
hrabbalegum skófum, hvítum, svörtum, bronsgrænum, dúfulit-
iun, og alstaðar eru, eins og njarðarvettir á kóralrifi, mjúkir
grænir koddar af lambagrasi, þar sem urmull af purpurarauð-
um blómum glóir eins og hin stjörnumynduðu dýr á kóral-
grein. Sauðfé er einkennilega sólgið í þessa jurt. Meira að
segja fór svo, að þegar nokkrar kindur voru fluttar til einnar
af Farne-eyjunum, þá varð það til þess að fálkapungurinn
(Silene maritima), náskyld tegund, varð nálega upprætt þar,
°8 höfðu þó hinar grænu og ljósrauðu breiður hans lengi
verið einkennileg prýði á eynni.
Hér um bil miðja vega á heiðinni nemum vér staðar við
tvö stór tjöld, er þar höfðu verið reist, og förum úr vögnunum
til að fá oss hressingu. Eg tek í höndina á franska ræðis-
Wanninum, borgarstjóranum í Reykjavík, rektor háskólans,
landlækninum, og er nafngreindur fyrir öðrum gestum. Kon-
llngurinn gengur um og býður kvenfólkinu Bourneville súkku-
iað. Hann heilsar mér á frönsku og gefur mér það seinasta
af sælgætinu. Eg sting því í vasa minn hjá kæru bréfi, rituðu
1 flýti, og getur verið að bréfritarinn fái að flytja hin konung-
ie9u sætindi úr purpurapappírnuin og silfurþynnunni að rauð-
l'm vörum og perlutönnum.
^ér hverfum aftur til vagnanna og ökum áfram yfir eyði-
*e9a og tilbreytingarlausa heiðina. Omurleikinn alt umhverfis
er ógurlegur; þögnin er sem farg; ekkert hreyfist í hrauninu;
ebkert bærist í loftinu, ekkert heyrist nema vagnahljóðið og
shraf og hlátur samferðamannanna; og þó ber sjónarsviðið
um æðistryltan orraleik: haf í uppnámi storknað í stein,
and í flogateygjum fyrir einhverju ógnarafli. Væri ekki víð-
uttan, gæti þessi grjótauðn vel verið mynd af þeirri stundu
s <0Punarinnar þegar óskapnaðurinn var að taka á sig lögun