Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 98
354
ÞINGVALLAF0R
EIMREIÐIN
beit í þúfunum til hægri handar, og stara þau á oss stórum
augum. Vér þjótum áfram og yfir þriðju brúna, móts við
Kárastaðabæinn. Túnið þar líkist austrænum gullofnum dúk,
ljósgrænt grasið ofið sóleyjagulli. Það líður aftur fyrir oss,
eins og töfraábreiða. Hraðskriður vagnanna, indælt landslagið,
dýrðlegt sólskinið, fjörgar oss, vér skröfum kátir við samferða-
mennina og vagnarnir bruna hraðar og hraðar, geysast áfram
í rykstormi.
Alt í einu breytir vegurinn um stefnu, vagnarnir taka snögga
sveiflu, vér hverfum inn í gapandi ginið á gjá og vitum naum-
ast af fyrr en vér erum komnir miðja vegu ofan í kok á fer-
líkinu. En augað greinir margt í einu bragði. Vér sjáum hina
miklu stuðlabergsveggi, skuggann á milli, snarbrattann, sól-
fagra sléttuna niður undan, fagnandi mannfjöldann í þyrpingu
við innganginn, nýreistan boga með þrílitum fánum og bláum
skildi og skarlatsrautt klæði, strengt þversum, og á það letrað
stórum stöfum, ekki »Lasciate ogni speranza® hans Dante,
heldur hjartanleg heillakveðja til konungs og drotningar.
Vér ökum ofan eftir, yfir járnbrú, sem Oxará þrumar undir
á leið sinni til vatnsins, komum ofan á opna völlu og nem-
um loks staðar framundan palli, er fánar blakta yfir og reist-
ur hefir verið dagsins vegna.
Gjá sú hin mikla, er vér fórum um, er Almannagjá og heit-
ir svo fyrir þá sök, að í lok júnímánaðar ár hvert, streymdu
þúsundir ríðandi manna úr öllum héruðum íslands niður ein-
stigið undir hamrinum bratta, ofan á völluna, til að vera á
hálfsmánaðar þingi, kaupstefnu og íþróttamóti, sem haldið var
á Þingvöllum.
Almannagjá er eitt af Islands mörgu furðuverkum. Hún
myndast annarsvegar af þverhníptum hamravegg, full 100 fe*
á hæð, og endar þar hraunsléttan, er vér fórum yfir, og hins
vegar af klettagarði, tuttugu álnir frá, og talsvert lægri, er
hallast aftur eins og framhlið hans togaði í hann um leið oS
hún bugast niður á hraunsléttuna, fimm rasta breiða. Austur-
jaðar þessarar hraunsléttu endar í samsvarandi gjá — Hrafna-
gjá, sem að vísu er minni, en engu að síður prýðileg.
Almannagjá er nokkrar rastir á lengd og liggur frá norð-
austri til suðvesturs. Má rekja hana frá Ármannsfelli niður