Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Side 88

Eimreiðin - 01.12.1922, Side 88
344 DR. LOUIS WESTENRA SAMBON EIMREIÐIN LæknisfræÖin tekur manninn allan í þjónustu sína vegna þess að viðfangsefni hennar er maðurinn allur«. »Maðurinn allur« er vissulega stórt viðfangsefni, og ekki stórum einfaldara en heimurinn allur, því að maðurinn er einskonar vasaútgáfa af ver- öldinni og skilst því ekki til fulls nema í sambandi við heim- inn, sem hann er útdráttur úr. I læknisfræðinni, sem fæst við manninn allan, eru náttúruvísindin og mannvísindin tengd ótelj* andi þráðum, og það er því ekki óeðlilegt, að margir víðsýn- ustu og fjölhæfustu vísindamennirnir hafa verið fulltrúar lækn- isfræðinnar. Einn af slíkum mönnum er Dr. Sambon, sem eg ætla að segja lesendum Eimreiðarinnar lítið eitt frá, sem formála fyrir grein þeirri, er birtist eftir hann í þessu hefti. Dr. Louis Westenra Sambon er fæddur á Ítalíu (1871?), af frönskum, ítölskum, enskum og dönskum ættum. Faðir hans var franskur í föðurætt, en ítalskur í móðurætt. Móðir hans var ensk, skyld skáldinu Charles Dickens og komin af hinum fræga danska siglingamanni, Vitus Bering. Faðir hans, er barðist sem fríliði í her Garibaldi, var frægur fornfræðingur, einkum mynt- fræðingur. Svo er um afa hans, og bróður, sem enn lifir. Af uppvaxtarárum sínum segir dr. Sambon í einum fyrirlestri sínum, meðal annars; »Þegar eg var drengur, bjó eg aðallega í Neapel, og Vesúvíus með skýinu sínu, er líktist furutré, var mér jafnheilagur og Fuji-San er fólkinu i Tokyo og Voko- hama. Það var læknir, dr. Johnstone Lavis, er fyrstur kendt mér að lesa í hinni miklu steinbók. Með honum stundaði eg jarðfræði Campaniu, safnaði steingervingum í Appennínafjöllum, gerði uppdrátt af hraunstraumum Sommafjallsins og athugaði smágos gufu og hraunleðju úr gíg Vesúvíusar. Sædýrabúrið (aquarium) í Neapel, dýragarðurinn í London, þjóðmenjasafnið í Neapel og British Museum hafa hvert af öðru verið aðal fræðslu- og skemtistaðir mínir. Eg á prófes- sor Gasco heitnum að þakka áhuga minn á öllu, er snertir dýrafræði, föður mínum ást mína á list og fornmenjafræði. Eg lék mér löngum að forn-rómverskum peningum og lömpm11 úr brendum leir, eins og aðrir drengir leika sér að skilding- um og tígulsteinum. Uppáhaldsmyndabækur mínar voru náttúru- saga Buffons og hið mikla safn: fjögur hundruð grísk skrautker.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.