Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 77
eimreiðin
í DÓMKIRKjUNNI í LUNDI
333
Þetta musteri hefir vaxið upp úr blóði og svita kynslóðar
eftir kynslóð. Það hafa horfnar kynslóðir lagt á sig í lotningu
fyrir þér, ó guð!
í þínu nafni hafa heilar þjóðir borist á banaspjót. Þér hafa
mennirnir fórnað sínum dýrlegustu fórnum. Til þín hafa þeir
hrópað í sorg sinni. Þér hafa þeir falið sál sína, þegar þeir
Dómltirlfjan í Lundi.
skildu við þetta líf. Til þín hafa þeir borið börnin sín. Og þó
sPyr eg: Guð, ertu til, ertu til, ó guð?!
Eru það aðeins hrævareldar og mýraljós, sem þeir hafa elt,
bar sem þú ert? Hefir það verið ímyndun og tál, þegar þeir
hugsuðu stærst, fundu dýpst til, fórnuðu mestu? Hvað væri
eftir í heiminum, ef þú værir ekki til, ó guð? Steinar, grös
°S dýr, sem eta hvert annað, einkennilegar efnabreytingar,
blind og köld, steindauð öfl og lög. Eða er það ímyndun líka?
þín er fegurðin, sálin, ástin hugarburður, táldraumur. Og
bó spyr eg: Ertu til, ó guð? Efi! Ó, þetta draugalega spurn-
ln9armerki í holum augnatóftum tómleikans!