Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 76
332
í DÓMKIRK]UNNI í LUNDI
EIMREIÐIN
en ennþá greyptist forngrýtið um olbogann. Hægra knéÖ var
líka komið langt fram, krept og sinaberf. Svipurinn var harð-
ur og sérhver vöðvi sfrengdur. Myndin átti að tákna baráttu
mannsins — mannkynsins — við að brjóta af sér fjötra erfið-
leika og efnis. Það átti vel við að gefa háskólanum hana.
Loks var dómkirkjan opnuð. Og þar er prýði Lundar.
Fyrsta tilfinningin, sem greip mig, þegar eg koni inn í dóm-
kirkjuna, var lotning. Mér fanst eg aldrei hafa komið inn í
kirkju, sem er jafnhátignarleg. Þessi fasti, þungi rómverski stíll
hlýtur að taka hvern mann föstum tökum og beygja hann til
iofningar. Kirkjunni hefir heldur ekki verið spilt með »endur-
bófum« eins og Uppsaladómkirkju. Hún hefir fengið að halda
fornhelgi sinni ósnertri. Rómversku bogarnir — hvolfbogarnir
— eru hreinir og reglulegir; uppi í hvelfingunni hafa gömlu
fallegu myndirnar fengið að halda sér. Og þótt gamla altaris-
taflan og dýrlingamyndirnar hafi verið sett til hliðar, er það
þó að sjá í sjálfri kirkjunni, og nýja altaristaflan er bæði óbrot-
in og fögur. Jafnvel gluggarnir hafa sína fegurð. Vfir þeim er
reglulegur hvolfboginn og málaðar helgimyndir á rúðurnar.
Þegar eg hafði skoðað mig um í aðalkirkjunni, gekk eg
upp að altarinu. Þar er breitt steinrið upp að ganga, svo breitt,
að það tekur yfir þvera kirkjuna. Altarið er sem sérstakt guðs-
hús. Kirkjan er þar miklu breiðari en framar. Og inn af altar-
inu er eins og sérstakt bogamyndað afhýsi. Þar sátu munkarnir
í gamla daga við bænagerð og sálmasöng 6—8 sinnuin á sól-
arhring. Og enn eru munkstólarnir þar óbreyttir í tveimur
röðum, sem fylgja bogadregnum veggnum.
Eg settist í einn munkstólinn. Eg fór að hugsa um, hversu
miklu starfi, snilli og fé hefði verið varið til að byggja þetta
musteri. Og eg fór að hugsa um hann, sem alt þetta hefir
verið helgað. Og eg gat ekki að því gert: mér var sem eg
fengi alt í einu svima. Spurningarnar streymdu fram ein af
annari svo ört, að þótt eg hefði haft svörin á hraðbergi, hefði
mér ekki gefist tími til að svara þeim. En jafnhliða hryllinS1
óleysanlegra spurninga fylti fegurð musterisins mig djúpri hrifn-
ingu. Ennþá eru þau áhrif, sem hvíldu á mér þá, eins og þunS
undiralda eða niður fjarlægra vatna.
Hvílíkt musteri! Og þessar hreinu, sterku línur!