Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Side 76

Eimreiðin - 01.12.1922, Side 76
332 í DÓMKIRK]UNNI í LUNDI EIMREIÐIN en ennþá greyptist forngrýtið um olbogann. Hægra knéÖ var líka komið langt fram, krept og sinaberf. Svipurinn var harð- ur og sérhver vöðvi sfrengdur. Myndin átti að tákna baráttu mannsins — mannkynsins — við að brjóta af sér fjötra erfið- leika og efnis. Það átti vel við að gefa háskólanum hana. Loks var dómkirkjan opnuð. Og þar er prýði Lundar. Fyrsta tilfinningin, sem greip mig, þegar eg koni inn í dóm- kirkjuna, var lotning. Mér fanst eg aldrei hafa komið inn í kirkju, sem er jafnhátignarleg. Þessi fasti, þungi rómverski stíll hlýtur að taka hvern mann föstum tökum og beygja hann til iofningar. Kirkjunni hefir heldur ekki verið spilt með »endur- bófum« eins og Uppsaladómkirkju. Hún hefir fengið að halda fornhelgi sinni ósnertri. Rómversku bogarnir — hvolfbogarnir — eru hreinir og reglulegir; uppi í hvelfingunni hafa gömlu fallegu myndirnar fengið að halda sér. Og þótt gamla altaris- taflan og dýrlingamyndirnar hafi verið sett til hliðar, er það þó að sjá í sjálfri kirkjunni, og nýja altaristaflan er bæði óbrot- in og fögur. Jafnvel gluggarnir hafa sína fegurð. Vfir þeim er reglulegur hvolfboginn og málaðar helgimyndir á rúðurnar. Þegar eg hafði skoðað mig um í aðalkirkjunni, gekk eg upp að altarinu. Þar er breitt steinrið upp að ganga, svo breitt, að það tekur yfir þvera kirkjuna. Altarið er sem sérstakt guðs- hús. Kirkjan er þar miklu breiðari en framar. Og inn af altar- inu er eins og sérstakt bogamyndað afhýsi. Þar sátu munkarnir í gamla daga við bænagerð og sálmasöng 6—8 sinnuin á sól- arhring. Og enn eru munkstólarnir þar óbreyttir í tveimur röðum, sem fylgja bogadregnum veggnum. Eg settist í einn munkstólinn. Eg fór að hugsa um, hversu miklu starfi, snilli og fé hefði verið varið til að byggja þetta musteri. Og eg fór að hugsa um hann, sem alt þetta hefir verið helgað. Og eg gat ekki að því gert: mér var sem eg fengi alt í einu svima. Spurningarnar streymdu fram ein af annari svo ört, að þótt eg hefði haft svörin á hraðbergi, hefði mér ekki gefist tími til að svara þeim. En jafnhliða hryllinS1 óleysanlegra spurninga fylti fegurð musterisins mig djúpri hrifn- ingu. Ennþá eru þau áhrif, sem hvíldu á mér þá, eins og þunS undiralda eða niður fjarlægra vatna. Hvílíkt musteri! Og þessar hreinu, sterku línur!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.