Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 54
310
KENNARI KEMUR TIL SOGUNNAR
eimreiðin
kennari á bæ, eina mílu vegar frá skólanum. En ekki taldi
hún eftir sér að labba míluna þá á hverju kvöldi, þegar hún
vissi, að Kristófer ætlaði að tala. Og hún var enn glaðari og
ánægðari á heimleiðinni, í gegnum dimman greniskóginn, al-
ein, um svarta nótt. Henni fanst svo sem hún hefði fylgd,
góða fylgd, þegar hún var búin að hlusta á Kristófer Brún.
Svo sagði hún sjálf frá.
Eg skal líka tilfæra hér ummæli annars manns, tekin úr
sendibréfi:
»Mest undraði það mig, hve nærgætinn hann (Kr. B.) gat
verið við okkur, þegar við létum hugfallast — við lásum það
út úr augunum á honum og heyrðum það á mæli hans — og
hvernig hann hafði lag á að hughreysta. Við, sem hjálpina
fengum, gleymum því aldrei. Þá talaði hann svo undur hægt
og hlýtt, og gaf okkur nógan tíma til að tala út og segja frá
öllum okkar vandræðum. Og von bráðar varð breyting á. Það
rofaði til. Eg veit ekki hvaðan sú birta kom. En þunglyndið
var á bak og burt. Það var nokkurs konar sálarbað, að fá
að tala við Kr. Br., þegar svo stóð á. Já, ef guðs góði andi
er ekki í þessum manni, hugsaði eg, þá er hann ekki í nein-
um manni. Því að andlegt afl öðluðumst við, sem heyrðum til
hans og höfðum umgengni við hann. Það fundum við glögh
allra helst þegar við áttum eitthvað bágt. Ouð blessi hann og
launi honum alla þá hjálp, sem hann veitti mér og mörgum
öðrum, þegar við stóðum uppi ráðþrota, eða fórum viilir vegar,
og vorum ekki til annars líklegri, en að verða ólánsmenn.
Hve langt skyldi verða þess að bíða, að við eignumst annan
eins sáðmann afiur?«
Kristófer Brún hafði dæmalaust lag á því að giæða hæf>'
leika nemenda sinna, að vekja og lífga það, sem til var
í þeim — og láta það síðan þroskast sjálfkrafa. Hann val
ekki aðgangssamur og tranaði sér ekki fram. Hann val
ekki að berja neitt inn í okkur, né troða sjálfum sér upp a
okkur. Hann skildi okkur út í æsar, og hélt ekki öðru að
okkur en því, sem var við okkar hæfi og við gátunr ráðið
við. Sjáifir urðum við að hafa vit fyrir okkur. Allra síst vild*
hann gera okkur að öpum. Hann reyndi ekki að koma 3
okkur neinu »sniði«, hvorki eftir sjálfum sér, né neinum Öðr