Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 119

Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 119
EIMREIÐIN RITSJÁ 375 ara fyrirrennara sinna, nema óbeinlínis. Þetta var það, sem unnið haföi veriö í þessari grein á undan Hallgrími, og var þaÖ shaði, aö ekki var búið aÖ plægja betur mál og form áður en þessi yfirburðasnillingur kom. Þó að hann lyfti sér alveg furðanlega upp yfir takmarkanir síns tíma, þá hefði þó enn betur orðið, ef jarðvegurinn hefði verið betri. Þá snýr höf. sér að Hallgrími. Segir fyrst ævisögu hans með fáum orðum, því að þar er ekki um auðugan garð að gresja. Lýsir svo verald- legum kveðskap Hallgríms og telur hann að sumu leyti sérkennilegastan af skáldskap Hallgríms, sakir þess, að í andlegu ljóðunum hefir Hall- grímur miklu meira af fyrirmyndum og sameign. Síðan minnist hann á andleg Ijóð Hallgríms utan Passiusálmanna, og einkum sálma hans um dauðann. Lýsir vel, hvernig sálmurinn „Alt eins og blómstrið eina" verð- ur þaö meistaraverk, sem hann er, nema að telja verður hæpið það sam- band, sem höf. vill láta vera milli hans og dauða Steinunnar litlu, dóttur skáldsms. Loks eru kaflar um biblíuljóð Hallgríms, sem höf. telur víða mjög vel gerð, og um uppbyggileg rit Hallgríms, „Umþenking" og “Dia- rium“, með þeirri taumlausu myndaauðlegð, seni þar er. Svo kemur höfuðkafli bókarinnar, Passíusálmarnir. Er fyrst lýst þeirri áherslu, sem jafnan hefir verið lögð á píningarsöguna, og sérstaklega inn- an Iúthersku kirkjunnar, og skýrt frá þeirri mynd, sem píningarsagan fékk, þar sem textarnir voru „harmóníseraðir", þ. e. Iesnir saman úr öllum guðspjöllunum. Þá lýsir höf. guðsorðabókmentunum lúthersku og hvaða stefna varð þar uppi, og kemst einkum inn á einn rithöfund og eina bók eftir hann, sem sé Martin Moller og bók hans „Soliloquia etc.“ eða „Ein- tal“. Þessi bók var þýdd á dönsku og íslensku og varð mjög vinsæl bók. En því er hennar svo vandlega getið, að höf. hefir komist að þeirri nið- urstöðu, að bók þessi sé ein aðalheimild aö Passíusálmunum. Er afar- langur og nákvæmur samanburður gerður til þess að sýna fram á þetta, og sýnist vera svo frá því gengið, að ekki verði á móti mælt. Þetta er merkasti og veigamesti þáttur bókarinnar og það, sem gefur henni aðal- gildi sitt sem vísindariti. Hefir Hallgrímur haft miklar mætur á bók þess- ari og verið henni nákunnugur, og þó að auðvitað megi segja, að áhrifin séu aÖ mestu ósjálfráð, þá er einnig ýmislegt, sem bendir í þá átt, að Hallgrímur hafi beinlínis viljandi notað sitt af hverju úr „Eintali". Rýrir þetta á engan hátt gildi Passíusálmanna, því að það var áður vitað, að uiegnið af efni Passíusálmanna er sameiginleg eign kirkjunnar. Vers eins og „Son guðs ertu með sanni“, „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“, o. s. frv. bafa ekki gildi sitt af því, að þar sé um einhverjar nýjar uppgötvanir að r®ða, heldur hitt, hvernig skáldiö mótar hugmyndirnar í sál sinni og meitlar þær í aflmikið og stórbrotið form. Þá ber höf. Passíusálmana saman við ýms skyld rit hérlend og sýnir þam á, hvort um áhrif sé að ræða. Sýmr hann fram á nokkurt samband við Píslarprédikanir Odds biskups og Píslarsaltara síra Jóns Magnússonar 1 Laufási, en annars er ekki orð gerandi á þeim áhrifum, sem Hallgrím- Ur hafi orðið fyrir í Passíusálmunum, svo hægt sé á það að benda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.