Eimreiðin


Eimreiðin - 01.12.1922, Side 86

Eimreiðin - 01.12.1922, Side 86
342 VISKUKENNARINN eimreiðin þú sérð í augnabragði mínu er meðaumkun. Meðaumkun er það sem horfir á þig úr augum mér«. Og hinn ungi maður hló háðslega og hrópaði til einsetu- mannsins beiskum rómi og mælti: »Eg held á perlum og purpara í höndum mínum, en þú hefir aðeins sefdýnu að liggja á. Ættir þú að aumka mig? Og hvers vegna aumka mig?« »Eg aumka þig sökum þess, að þú þekkir ekki guð«, mæltí einsetumaðurinn. »Er þessi þekking á guði dýrmæt?« spurði hinn ungi maður og færði sig að hellismunnanum. »Hún er dýrmætari en perlur og purpuri allrar veraldar«, svaraði einsetumaðurinn. »Og hana átt þú«, rnælti ræninginn ungi, og gekk enn nær. »Eitt sinn átti eg vissulega hina fullkomnu þekking á guði«, mælti einsetumaðurinn. »En í heimsku minni lét eg hana af hendi og skifti henni með öðrum. En þó er sú þekking, sem eg á enn, langtum dýrmætari en perlur og purpuri«. Og er hinn ungi maður heyrði það, varpaði hann frá sér perlum þeim og purpura, sem hann hafði í höndum sínum, brá hvössu sverði af skygðu stáli, og mælti til einsetumanns- ins: »Fá þú mér tafarlaust þekking þá á guði, sem þú átt, eða eg mun sannarlega ráða þér bana. Hví ætti eg að vægja þeim, sem á dýrari fjársjóð en eg?« Og einsetumaðurinn breiddi út hendur sínar og niælti. »Væri mér ekki betra, að hverfa til hinna ystu heimkynna guðs, en lifa hér og vita ekki af honum. Dreptu mig, ef þi9 lystir, en eg læt ekki frá rnér þekking núna á guði«. Og ræninginn ungi féll á kné og sárbændi hann. En ein- setumaðurinn vildi ekki tala við hann um guð, né fá honum fjársjóð sinn. Og ræninginn stóð á fætur og mælti til einsetu- mannsins: »Verði sem þú vilt. En sjálfur ætla eg að fara til borgar hinna sjö synda, en hún er einar þrjár dagleiðir héðan. Og fyrir purpura minn munu þær fá mér skemtun, og selja mér kæti við perlurn mínum«. Og hann tók purpurann og perlurnar og gekk hratt leið sína. Og einsetumaðurinn hrópaði á hann og fylgdist rneð hon- um og sárbændi hann. Og hann fylgdist með ræningjanum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.