Eimreiðin - 01.12.1922, Síða 86
342
VISKUKENNARINN
eimreiðin
þú sérð í augnabragði mínu er meðaumkun. Meðaumkun er
það sem horfir á þig úr augum mér«.
Og hinn ungi maður hló háðslega og hrópaði til einsetu-
mannsins beiskum rómi og mælti: »Eg held á perlum og
purpara í höndum mínum, en þú hefir aðeins sefdýnu að
liggja á. Ættir þú að aumka mig? Og hvers vegna aumka
mig?«
»Eg aumka þig sökum þess, að þú þekkir ekki guð«, mæltí
einsetumaðurinn.
»Er þessi þekking á guði dýrmæt?« spurði hinn ungi maður
og færði sig að hellismunnanum.
»Hún er dýrmætari en perlur og purpuri allrar veraldar«,
svaraði einsetumaðurinn.
»Og hana átt þú«, rnælti ræninginn ungi, og gekk enn nær.
»Eitt sinn átti eg vissulega hina fullkomnu þekking á guði«,
mælti einsetumaðurinn. »En í heimsku minni lét eg hana af
hendi og skifti henni með öðrum. En þó er sú þekking, sem
eg á enn, langtum dýrmætari en perlur og purpuri«.
Og er hinn ungi maður heyrði það, varpaði hann frá sér
perlum þeim og purpura, sem hann hafði í höndum sínum,
brá hvössu sverði af skygðu stáli, og mælti til einsetumanns-
ins: »Fá þú mér tafarlaust þekking þá á guði, sem þú átt, eða
eg mun sannarlega ráða þér bana. Hví ætti eg að vægja
þeim, sem á dýrari fjársjóð en eg?«
Og einsetumaðurinn breiddi út hendur sínar og niælti.
»Væri mér ekki betra, að hverfa til hinna ystu heimkynna
guðs, en lifa hér og vita ekki af honum. Dreptu mig, ef þi9
lystir, en eg læt ekki frá rnér þekking núna á guði«.
Og ræninginn ungi féll á kné og sárbændi hann. En ein-
setumaðurinn vildi ekki tala við hann um guð, né fá honum
fjársjóð sinn. Og ræninginn stóð á fætur og mælti til einsetu-
mannsins: »Verði sem þú vilt. En sjálfur ætla eg að fara til
borgar hinna sjö synda, en hún er einar þrjár dagleiðir héðan.
Og fyrir purpura minn munu þær fá mér skemtun, og selja
mér kæti við perlurn mínum«. Og hann tók purpurann og
perlurnar og gekk hratt leið sína.
Og einsetumaðurinn hrópaði á hann og fylgdist rneð hon-
um og sárbændi hann. Og hann fylgdist með ræningjanum