Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 16
272
SUÐURF0RIN
EIMREIBíN
sem heitir Kevelaer — eg hafði aldrei heyrt það nefnt fyr-
en þar er alt katólskt, Maríukirkja með Maríulíkneski (sem
eg aldrei sá), sem var haldið heilagt, og mikill átrúnaður á,
og voru stórar prócessíur eða helgigöngur gerðar þangað úr
héruðunum í kring, og komu þar þá saman margar þúsundir
manna. Þar var klaustur, eða einhver þesskonar bygging, og
presta-samkunda; voru þar ávalt prestar, sex eða átta að tölu,
og einn forseti eða yfirprestur; enginn kvenmaður var þar,
nema ein öldruð kona, sem eldaði matinn, en nokkrir þjónar,
eða »bræður«, sem þeir kölluðu. Alt var þettá eitthvað múnk-
lffilegt eða klausturlegt, en þar var svo mikill friður, svo heil-
agur og unaðslegur blær yfir lífinu, að það var eins og maður
væri kominn út úr heiminum og í einhvern friðarstað, enda
höfðu þorpsbúar engar samgöngur við klausturmenn. Okkur
var vel tekið, og vorum við látnir fara inn í borðsalinn, og
var matreitt svo, að mér þóttu það krásir, Rínarvín og alls-
konar ávextir og gæði — hvað Djúnki talaði um mig, veit eg
ekki; en það veit eg, að hann sparaði ekki að prédika um
minn lærdóm og gáfur — við borðið trakteraði eg þá strax
á því, sem þeir höfðu ekki heyrt áður: Að lesa »Mæcenas
atavis edite regibus*1) þannig: »me caenas, at avis edit e regi-
bus« (þú etur mig, en fuglinn etur af kóngunum). — Þetta
þótti þeim frábær fyndni, því þeir voru glaðlyndir og vel að
sér í latínu. Svo, þegar búið var áð eta, þá var mér vísað
til sængur; eg fékk þar tvö herbergi og ágætt rúm, og svaf
vel um nóttina. Þegar eg kom á fætur um morguninn,
þá var Djúnki farinn veg allrar veraldar; eg sá hann aldrei
síðan, nema einu sinni í Höfn snöggvast, eitthvað tveim ár-
um eftir, og atyrti hann mig þá fyrir óþakklæti, þ. e.: að eg
hafði brugðist honum — en eg hafði aldrei lofað honum neinu,
en þá sá hann að ekkert varð úr katólskunni, og að honum
hafði mistekist að gera úr mér trúarboða, sem eg altaf heú
haft óbeit á að vera meðal kristinna manna — alt annað er
að boða heiðingjum trú. Annars var Djúnki mér góður, og
má eg minnast hans með þakklæti. Eg veit ekkert urn hann,
nema það, að hann var loks settur af fyrir drykkjuskap, °g
I) Mesenas, þú, sem að langfeðgalali ert af konungum kominn. Upphaf'ð
á „Ódum“ Hórazar.