Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 4
260
0GMUNDUR BISKUP
EIMREtÐIN
dýfur taka eg farið finn,
er flytur mig í hinsta sinn
- í elli — af ættjörðinni.
Sjónlaus bezt eg sé nú hvað
svipull heims er glaumur,
á fornum vinum fann eg það,
þeir flyktust burt sem straumur, —
jeg á nú loksins engan að,
alt það liðna er draumur, —
séra Einar — sæmdarmann, —
síðastur mig kvaddi hann.
Nú gefst mér lítill gaumur.
Oðruvísi mér áður brá —
eitt sinn koma þótti
til vor meira, margur þá
maður ráð vor sótti;
veitta eg þeim, á liði er lá,
lítill brast þar flótti,
og það var naumast örgrant um,
að ýmsum — jafnvel stórbokkum —
stæði af oss ótti.
Áttan hef eg við ýmsa styr,
og ekki talinn deigur,
nú er í mér, og aldri fyr,
einhver dulinn geigur;
þeir kiknuðu ekki klerkarnir,
og karlinn var þá seigur,
í hitt eð fyrra í böl og bann
er blindur dæmda eg hirðstjórann, —
eg finn eg er nú feigur.
Ef reka þurfti móðs eða meins
þeir meintu oss ekki smeika,
og aldri þótti oss til neins
yírið stórum skeika: