Eimreiðin - 01.12.1922, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
KENNARI KEMUR TIL S0GUNNAR
297
um guð; bjóst við að hann mundi vera góður og örlátur, eins
og mikill og máttugur faðir, en ekki svo harðvítugur og
vægðarlaus, sem séra Marteinn vildi vera láta. Og jesús væri
ef til vill allra bestur, því að hann væri frelsari, og það gæti
víst komið sér vel að eiga hann að, þegar í nauðirnar ræki.
Þetta er nú það helsta, sem eg man um skólaveruna á Seli
fyrsta veturinn. Sumarið eftir var eg heima og gekk að vinnu.
En þegar ieið undir haustið, fór eg að verða áhyggjufullur og
óglaður. Eg hafði aldrei verið neitt gæðabarn heima, hvorki
við foreldra mína né systkin. Og eg fór heldur versnandi eftir
að eg kom frá Seli. Einu sinni harðnaði svo á togunum, að
Pabbi og mamma sögðu, að eg væri versti anginn, og eg
Mætti fara mína leið, eg væri ekki hafandi heima lengur. Eg
lá andvaka heila nótt. Eg fann að þetta var satt. En hvað
ætli vrði nú um mig? Það yrði víst ekki neitt glæsilegt, sem
fyrir mér lægi. Þá fór eg að hugsa um Kristófer Brún, og
Það með meiri og meiri áfergju. Hann hafði sagt þetta — og
þetta. Það var undarlegt, hvernig rtú rifjaðist upp fyrir mér
Ymislegt sem hann hafði sagt. Einu sinni hafði hann talað um
4. boðorðið. Það sagði hann vera mikilvægasta boðorðið fyrir
°kkur unglingana. Eftir því, hvernig okkur tækist að uppfylla
það. eftir því yrði lánið okkar og sú blessun sem lögð yrði
Ytir lífstarf okkar, því að þar lægju ræturnar að allri framtíð
°kkar. Og þið hefðuð átt að sjá alvöruna, sem skein út úr
k°num þá, þegar hann var að brenna þetta inn í sálir okkar.
Eq hristi það af mér daginn eftir. En nú rifjaðist það upp
'neð ógurlegu afii. Kristófer stóð mér fyrir hugskotssjónum
°S orðum hans sló niður í huga minn eins og eldingum,
þegar eg lá þarna vakandi í rúminu og var að hugsa um hagi
nnna. Nei, lífið var ekki annað eins gamanspil og eg hafði
naldið.
Sögur Kristófers ruddust upp úr djúpi gleymskunnar. Einu
Slnni hafði hann verið að tala um Forn-Grikki og bera þá
saman við Gyðinga. Hann sagðist hafa lesið Ilions-kviðu
ómers í sömu andránni og ]obs-bók. Þá hefði sér fundisf
sv° sem Grikkir yrðu að barni, litlum barnunga, fallegum og
9 a®væruni, sem hlypi léttklæddur og áhyggjulaus um blóm-
rydda velli í sólskini og gerði ekki annað en að leika sér,