Eimreiðin - 01.01.1924, Page 5
EIMREIÐIN
Stórisandur.
Fg minnist, minnist þeirra dýrðardaga.
Eg drengur reið í stórum hóp á Fjö/lin.
Wið fórum Sand. Og seint á Blönduhaga
uið settum tjöld í þyrpingu um völlinn.
Fg /á við skör. Fnn man eg móðuniðinn,
þó mörgu lífsins ár nú séu liðin —
og þreytt og syfjuð höfuð lögð í hnakka;
en hestabit og traðk við fljótsins bakka.
Fg hafði þeyst um sandsins víða veldi
og vissi eg var sonur eyðistorðar.
Fn Skagafjörður fagri hvíldi að kveldi,
við fjallabrjóstin, enn þá norðar, norðar.
Af svefni steins mér hent var upp í hnakkinn.
Alt hélt af stað í morguneldsins glæðum —
og stefndi á linjúk, þar frægi fannamakkinn
í fyrstu haustsins mjöll skein yfir hæðum.
A bújörð Grettis! Heima í Hallmunds ríki!
Hve heilög var mér dæmda mannsins saga.
I geislaslæðum fornra frægðardaga
skein flákinn blásni, urðagrjót og síki.
— Finn vesall kofi var hans borg og heimur,
en vígið opinn reginheiða geimur.
Þá skildi eg fyrst hve fagna mátti andi
í frelsi sjálfs sín einn að standa í landi.
Hér féllu Ijóð hans milli hljóðra hæða.
Fn hurfu Grettis orð, sem vér ei skráðum?
Nei. Himins blær er straumur andans æða,
og alheims sál er nærð af hugadáðum.
— Þökk, mæður Fróns, sem fyrir vöggum sungu
og fornri menning vígðu hjörtun ungu.
l