Eimreiðin - 01.01.1924, Page 6
2
STÓRISANDUR
EIMREIÐlN
Wort mál er Grettis mál, að herrans ráðum,
það mál sem guðir lögðu oss á tungu.
Eg lifi upp í anda þessar stundir.
En yfir veginn hnígur niðdimm gríma.
Minn hugur flýgur milli tveggja tíma.
Sjá, týndra alda spor um hlíð og grundir.
Eg fer um einstig vfir heiðir hljóðar
og horfi á meiddrar foldar sorgarmyndir.
Og þó er frítt og auðugt óðal þjóðar —
en uppi tærar himins máttarlindir.
Og hvað sem kól og blés á berum sandi,
enn býr í lýðsins djúpi norrænn andi.
Wor þjóð á látna /ífgjafa i moldu,
sem Ijóðaglöp né málbrjál a/drei þoldú.
— A löngum vökum var í hjörtun skrifað
margt vísuorð, sem getur alt af lifað;
þvi mælist íslenskt mál á þessu landi,
það mál sem allan jarðaraldur standi.
Nú dreymir mig — urn Stórasand í stormi.
fiann steypir hörðu svörtu regni á landið.
Hans nekt á ekki næring handa ormi;
en nátthjúp rifnum sveiflar hann á fjöllin.
A/t hvolfið flekkast, er sem blóði blandið.
Svo bresta á mökkvarjáfrin ótal gluggar.
Og stjörnublysin leiftra um vígavöllinn,
þar vopnum skifta Ijós og hrikaskuggar.
Að skýi mánans örend ásýnd hallast,
þar alein, döpur vökustjarna Iogar.
Nú láta húm og þögn í faðma fallast;
en foldarauðnin gjóstu af norðri sogar.
I þessu ríki nístir næturandinn
hvern neista af von og vl hvers dags til bana.