Eimreiðin - 01.01.1924, Page 7
EiMRE1ÐIN
STORISANDUR
3
En, þó er líf á dreif um dauða sandinn.
Hann dökknar undir brjóstum hvítra svana.
Og takmarkslausa hnattadýrðin háa
hún horfir yfir ógrynni þess smáa.
O, eyðimörk, með dýrkun dauðra vara,
þar drottins geisli af steini endurblikar!
Eitt sandkorn á ei öðru pundi að svara;
þess eilífð er einn strengur Ijóss sem kvikar.
En, hve margt lif, með ábyrgð ótalfalda
er örbyrgt, þegar himnunum skal gjalda.
— Mig dreymir enn. Eg heyri hringt til tíða.
Um hlið og dyr er þyrpst — en messa í hljóði.
I dreyraskuggum sé eg landsþjóð líða
og lyftast þangað, sem er hætt að striða.
Hvert undradjúp af eilífð, kyrð og veldi!
Mín æðsta kend fær mál á þessu kveldi —
með fjallaþytsins þrá í mínu Ijóði
og þunga straumsins nið í mínu blóði.
Hér veit eg ekki mun á efni og anda,
því eyðiþögnin sjálf ber rödd míns hjarta.
I dagsins hóp eg eigra um svarta sanda.
Hér sé eg innri veröld, nýja og bjarta.
1 smásjá hugans lít eg sömu leiki
í Ijóskonungsins tafli um alla geima.
Hver duftsins ögn er bygqing heilla heima,
með himna segulmætti og stjarnareiki.
Nú ski/ eg hvernig alt má Iifa í einum,
er insta sál mín finnur líf í steinum.
Að standa einn. Já, útlaginn er ríkur;
hans andi er himinfær og guði líkur.
Og þyngri byrði en Grettir hóf á herðar
ber hjarta mannlegt oft í þögn og leynum.
Mér hverfur gildi mikilleiks og mergðar.
Hér met eg stjörnur himins sandkorns verðar.