Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 10
EIMRElÐlN
André Courmont.
André Courmont kom fyrst til íslands sumarið 1911, l'ð'
lega tvítugur. Hann var sonur efnaðs prentsmiðjueiganda J
París, hafði verið við nám í Cambridge langa hríð og mátti
hiklaust teljast með efnilegustu yngri málfræðingum Frakka.
Þetta ár réð franska stjórnin að senda kennara í franskri
málfræði og bókmentum til Háskóla íslands. Courmont var
þá ný-orðinn agrégé de 1’ Université, og gaf hann sig $
þeirrar farar. Hann dvaldi hér þangað til sumarið 1913-
Þá hvarf hann aftur til Frakklands og gekk í herþjónustu.
En áður hann hafði int herskyldu sína af höndum, skall
styrjöldin mikla yfir. Tók hann þátt í henni tæpt ár, en saerð-
ist þá hættulega og varð ekki síðan vígfær. Um skeið vann
hann í einni deild hermála-ráðuneytisins, en 1917 var hann
sendur til Reykjavíkur og skipaður ræðismaður Frakka. Hann
hafði þá stöðu enn á hendi þegar hann fór héðan í nóvem-
ber 1923, en mun þó ekki hafa gert ráð fyrir að koma hing-
að aftur í bráð, enda var heilsa hans mjög veil upp á síð-
kastið. Hann hafði aldrei náð sér eftir andlegar og líkamlegar
misþyrmingar ófriðarins. Dvöl hans í átthögunum varð skamm-
vinn. Hann lézt 11. desember, rúmum mánuði eftir burtför
sína af Islandi.
Hér verður að eins drepið á einn þátt í lífi og fari þessa
einkennilega og mikilhæfa manns: rækt hans við alt það, sem
íslenzkt var. Hann lét ekki eftir sig nein sýnileg merki henn-
ar, er geti gefið hugmynd um hana, engar gjafir, engar baek-
ur. Hann var ekki »Islandsvinur«, eins og Maurer, Fiske,
Poestion og ýmsir aðrir erlendir fræðimenn hafa verið nefndir.
Engum, sem þekti nokkuð til hans, myndi hafa dottið í hug
að hafa það orð um hann. ísland var ekki áhugamál hans
né tómstundagaman: það var annað föðurland hans, ástríða
hans, örlög hans.
Courmont varð kunnastur á Islandi fyrir leikni sína að tala