Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 12
8
ANDRECOURMONT
EIMREIÐIN
við að læra málið. Hinir voru færri, sem vissu eða gerðu ser
grein fyrir, að hann talaði bæði vandaðra og fjölskrúðugra
mál en flestir Islendingar. Hann bar sömu virðingu fyrir ís-
lenzkunni og hver mentaður Frakki ber fyrir móðurmáli sínu,
en íslenzkum mentamönnum gleymist oft þegar þeir tala, þó
að þeir reyni að vanda ritmál sitt. Hann skildi málið út í
æsar. Eitt dæmi af mörgum getur sýnt, hve skarpur sá skiln-
ingur var. Guðm. Finnbogason hafði myndað orðið litrófs-
maður (sbr. málrófsmaður) um málara, sem fer út í öfgar og
ýkjur í litavali sínu. En Courmont sagði undir eins og hann
heyrði orðið: nei, litróf er spektrum (sem kallað hefur verið
»litaband« út úr vandræðum), eins og stafróf (úr engilsax-
nesku stæfræu = stafaröð). Þetta lá í augum uppi — þegar
á það hafði verið bent, enda mun spektrum héðan af ekki
heita annað á íslenzku. Sýnir þetta, að málið hefði vel getað
borið talsverðar minjar þessa útlendings, ef hann hefði feng-
ist við að rita á því.
Courmont gat náð þessum óvenjulegu tökum á íslenzku af
því að hann var fæddur málfræðingur. Flestum, sem erlendar
tungur nema. eru þær ekki annað en hvimleiður garður, sem
verður að brjótast yfir til þess að skilja og vera skilinn. Þeir
vildi fegnir, að allar þjóðir talaði sömu tunguna. En sumum
mönnum er öðruvísi farið. Þeim finst hver tunga, sem þeir
kynnast, nýr æfintýraheimur, og »orðin tóm« sífeld uppspretta
yndis og undrunar. Courmont hefur lýst þessu fallega í grein-
inni »Erlendar tungur« (Skírnir, 1920). Hann segir, að unað-
inum af móðurmálinu hætti við að dofna fyrir valdi vanans,
en erlent mál sé alt af undraland, blómgarður, þar sem morg-
undöggin glitri. En íslenzkuna kallar hann »yndislegasta garð-
inn, sem hann hafi fundið«.
Slíkum mönnum hættir oft við að nema staðar við tung-
una, sjá ekki nema orðin, stundum ekki nema hljóðbreytingar
og beygingar. Fyrir Courmont var málið ekki nema einn
áfangi af mörgum, og allir skemtilegir.
Fáir menn hafa lesið íslenzkar bókmentir með meiri gleði
og glöggskygni. Eitt af fyrstu verkum hans, eftir að hann var
orðinn hér ræðismaður, var að kaupa sér stórt safn af ís-
lenzkum bókum. Hann las bæði mikið og vel. Ollu, sem bar