Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 13
ElMREIÐIN
ANDRECOURMONT
9
ósvikið íslenzkt mót, tók hann tveim höndum, rímum og
Suðsorði ekki síður en Eddukvæðum, séra ]óni þumlung og
Sigurði Ingjaldssyni ekki síður en Njálu og Hrafnkels sögu.
Hann safnaði óprentuðum ferskeytlum og gat sjálfur kastað
frarn stöku ef því var að skifta. Eina greinin, sem hann
hefur ritað um íslenzkar bókmentir (Guðrún Ósvífursdóttir og
Morris, Skírnir 1913), er með því bezta, sem ritað hefur
verið um fornsögur vorar og þeirra dýpstu einkenni. Hann
samdi þá grein á ísienzku, eins og hún er prentuð.
Hann nam heldur ekki staðar við bókmentirnar. Hann
kyntist þjóðinni út í æsar, einkum sveitafólki, vissi alt um
hagi þess’ og háttu. En mesta ást lagði hann ef til vill við
'slenzka hesta og íslenzka náttúru. Hann átti marga og góða
hesta, sem urðu vinir hans og félagar. Og allar tegundir ís-
lenzkrar fegurðar, frá vorgresinu, sem hvergi er eins grænt og
þétt, til hrikalegustu hamra, jökla og fossa, snertu næma
strengi í honum. Frökkum er vant að þykja alt bezt hjá sjálf-
uni sér, enda eiga þeir í landi sínu og menningu flest, sem
t>ióð getur kosið. ísland verður í augum þeirra aldrei annað
en þokuvafið útsker, eins og Pierre Loti hefur lýst því í
1 Pécheur d’ Islande. »Eg skil ekki, hvernig er hægt að una
sér í landi þar sem engin blóm vaxa«, var eitt af því fyrsta,
sem eldra Courmont varð að orði við mig, þegar hann mint-
lst á þrádvöl sonar síns á íslandi. Sonur hans hlustaði þegj -
andi á og brosti. Hann þekti íslenzku blómin og það sem
Var honum enn meira virði en blóm. Varla var sá blettur til
svo nærri Reykjavík, að hann næði þangað á daglegum smá-
ferðum sínum, sem hann hafði ekki margskoðað og fest í
hvga, en heima hjá sér og á göngum sínum hafði hann vak-
andi auga á hverri blæbreytingu á landi, Iofti og legi. Auk
tess fór hann margar ferðir um landið, og sumar langar. Um
kngt skeið fanst honum óbærileg hugsun að eiga að skilja
v'ð Island. Hann átti mikið af úrvalsmálverkum frá Islandi,
einkum eftir Ásgrím Jónsson, og tók sjálfur fjölda af ljós-
^yndum, upp á síðkastið með litum. Var hann eini maður
hér, sem lagði stund á að taka slíkar myndir. En um allar
ferðir sínar, öll kynni sín af landinu ritaði hann ekkert, nema
eina örstutta blaðagrein (Skinfaxi, júní 1913) á íslenzku. Þar