Eimreiðin - 01.01.1924, Page 19
EIMREIÐIN
AÐ L0GBERQI
15
Var það lífsteinninn, sem átti eftir að græða mein þjóðarinnar
°3 stöðva undir hennar. Hvað eftir annað stóðu landsmenn
að lögbergi eða í lögréttu og héldu uppi vörnum fyrir forn-
féttindum og lögum í landi gegn erlendri áþján, og aldrei
hvarf með öllu Ijóminn af alþingi við Oxará, þótt þröngt gerðist
ærið oft fyrir dyrum, undir stjórn hinna útlendu ofjarla.
Þó fór svo að lokum, að þingið var lagt niður á Þing-
völlum. Svo mjög hafði miðaldamyrkrið dregið dáð úr þjóð-
Þingvellir.
•nni, að hún lét það viðgangast möglunariaust, að hin forn-
helga stofnun féll í rústir. Árið 1798 kom þingið, eins og
^unnugt er, saman í síðasta sinn við Oxará og hafði þá staðið
t>ar í 868 sumur. Tvö næstu árin kom það saman í Reykja-
vík, uns það var algerlega afnumið með konungsboði 11. júlí
arið 1800 og dómsvald þess fengið landsyfirréttinum í hendur.
III.
Arið eftir að alþingi var afnumið, eða 2. ágúst 1801, fædd-
Ist Baldvin Einarsson. Hann var bóndason úr Skagafirði, ólst
UPP við erfið kjör og varð að ganga að allri algengri erfiðis-