Eimreiðin - 01.01.1924, Side 22
18
AÐ L0GBERGI
eimreiðiN
manna fyrir því, að hið endurreista þing eigi að vera á Þing-
völlum. En fyrir honum er það aðalatriðið, að þingið komist
á stofn, hvort sem það verði háð á Þingvöllum eða í Reykja-
vík. Og hann getur ekki fallist á þá skoðun Tómasar Sæ-
mundssonar, að alþingi annarsstaðar en á Þingvöllum sé sama
og ekkert alþingi. En hann væntir þess, að þjóðin skori á
nefndina, sem hafði alþingismálið til meðferðar, að láta þingið
koma saman á Þingvöllum. Engin slík áskorun kemur. Til
þess voru menn of sinnulausir, þótt þjóðin vildi í hjarta sínu
hafa þingið á hinum forna þingstað. Og Jón Sigurðsson sá
líka og benti á, að margt mælti með því að hafa þingið í
Reykjavík. Reykjavík lá betur við samgöngum en Þingvellir.
I Reykjavík voru best föng skjala og bóka, þar sem voru
helstu bréfa- og bókasöfn landsins. Og í Reykjavík sátu æðstu
emhættismenn landsins. Þetta voru all-mikilvægar ástæður,
þegar samgöngur við Þingvelli voru jafn-ógreiðar og þá voru
þær. Þyrfti þingmaður að bregða sér burt af þinginu, frá
Þingvöllum til Reykjavíkur, tók sú ferð minst tvo daga fram
og aftur. Þá grunaði menn ekki, að þessi vegalengd yrði farin
fram og aftur á fjórum tímum, eins og nú á sér stað.
]ón Sigurðsson fann líka glögt til þess, hve íslenska valdið
í landinu var veikt, ekki síst í sjálfum höfuðstaðnum. Þess
vegna, meðal annars, mun hann hafa hallast að því, að hafa
þingið í Reykjavík, eins og á stóð. En það kemur þá líka
óbeinlínis fram hjá honum, að hann mundi aldrei hafa lagst
gegn því, að alþingi yrði endurreist á Þingvöllum, ef lands-
menn hefðu haft dáð í sér til að skora á nefndina, að fara
að vilja þjóðarinnar í þessu efni. Hann segist mundu hafa
tekið það sem merki til þjóðaranda og þjóðkjarks, ef alþýða
hefði alment tekið sig fram um það, að fá alþing endurreist
á Þingvöllum. En sá þjóðkjarkur var ekki til þá nema í ein-
stöku mönnum. Almenningur var orðinn því svo vanur að
ganga með óuppfyltar óskir í brjósti um landsmál, að þrátt
fyrir eggjanir Fjölnismanna, sjálfs Jóns Sigurðssonar og liðs-
yrði Kristjáns konungs áttunda, fæst þjóðin ekki til að láta
þessa ósk sína um endurreisn alþingis á Þingvöllum skýrt og
ótvírætt í ljós.
Fögnuðurinn yfir því að hafa nú fengið konungsúrskurð