Eimreiðin - 01.01.1924, Qupperneq 23
EIMREIÐIN
AÐ LOGBERGI
19
um alþingissetning á íslandi, og sú þakklætisskuld, sem mönn-
um hefir fundist þeir standa í við stjórnina fyrir það, kann
h'ka að hafa dregið úr mönnum um það atriðið, hvar þingið
skyldi háð.
V.
Sumarið 1930 eru þúsund ár liðin, síðan alþingi kom fyrst
saman á Þingvöllum. Má gera ráð fyrir því, að það sumar
verði alþingis minst veglega, og er þegar hafinn undirbúning-
ur undir það með styrk þeim, sem alþingi nú veitir til að
semja sögu þess, er út mun eiga að koma á þúsund ára af-
mælinu. Það er þarft verk og verður eflaust vel þegið. En
hátíðahöldin verða að vera fólgin í fleiru en því að leggja
sögu þingsins upp í arma þjóðarinnar, í bókarformi.
Vmsar tillögur hafa þá og komið fram á síðustu árum um
að gera Þingvelli að samkomustað eða miðstöð fyrir þjóðina.
Kunnastar eru tillögur séra Eiríks Albertssonar um stofnun
lýðháskóla á Þingvöllum1 og Björns hæstaréttarritara Þórðar-
sonar um þjóðhátíð á Þingvöllum2, svo og þjóðgarðshugmynd
Guðm. Davíðssonar o. fl. Komist hugmynd Björns Þórðar-
sonar í framkvæmd, er ráðið fram úr því öngþveiti, sem þjóð-
hátíðahald vort er nú í, og tekinn upp aftur að nokkru leyti einn
þáttur hins forna hlutverks Þingvalla.
En með engu móti yrði þúsund ára afmælis þingsins betur
minst en með því að endurreisa alþing á Þingvöllum við Oxará.
Ef alþingi yrði háð á Þingvöllum sumarið 1930 og svo þar
áfram úr því, þá yrði þúsund ára afmælið haldið hátíðlegt í
verkinu á hinn fegursta hátt. Og vér verðum að kannast við,
að það er í raun og veru ákaflega fátt, sem mælir á móti
því, að þetta sé vel framkvæmanlegt. Astæður þær, sem voru
ef til vill góðar og gildar um 1840, fyrir því, að þingið eigi
að vera í Reykjavík, eru nú úr sögunni að mestu leyti.
Vegalengdin til Þingvalla er nú farin á tveim tímum í bif-
reiðum. Og einhverntíma áður en langt um líður kemur að
því, að járnbraut verði lögð austur í sýslur. Þá er lang-
1 Sjá Kirkjan og skólarnir, Rvík 1923.
2 Sjá Eimreið 1923, bls. 39—52.