Eimreiðin - 01.01.1924, Blaðsíða 33
E,MREIÐIN
RÆÐA Á ÁLFASKEIÐI
29
. ver að eins leitum þeirra. Ur heimahögunum getur verið
u^sÝn um allan heim, ef vér erum nægilega skygnir. Og sá,
j’em með trúmensku færir sér í nyt það, sem næst er, svo að
ann geti auðgað aðra af þekkingu sinni, getur oft að lokum
0rðið sá, sem meira er af að læra en hinum, sem fór á hunda-
Vaði um víða veröld. Reynið meðan æskustrengirnir halda sín-
Um hreina hljómi að ná þá sem mestu af þeirri náttúrufeg-
Urð og tign, sem umhverfis ykkur er. Það verður dýrmæt
e,9n alla æfina. Alkunnugt er, að listamenn og skáld rista
j^nan dýpst, er þeim auðnast að lýsa því, sem áhrif hafði á
a 1 æsku. Trúmenska við átthagana er jafnframt trúmenska
sjálfan sig. Hin djúpu orð: »Sá sem ekki elskar bróður
Slr|n> sem hann sér, hvernig getur hann elskað guð, sem hann
. m sár«, geta verið oss áminning um það að sýna ást vora
a ^ví sem næst er, ef vér viljum að oss sé trúað til að elska
0 sem fjær er. Látið því aldrei sannast á ykkur það, sem
*emgrímur kvað:
Þér finst alt best, sem fjærst er,
þér finst alt verst, sem næst er.
^Vr að það
er rétt, sem hann bætti við:
En þarflaust hygg eg þó
að leita lengst í álfum,
vort lán býr í oss sjálfum,
í vorum reit, ef vit er nóg.
Guðm. Finnbogason.