Eimreiðin - 01.01.1924, Page 48
44
FRUMEINDAKENNING NUTÍMANS
ElMREIÐlN
loks að gulli (nú þykjast menn vissir um, að það klofni þar
til það er orðið að blýi, en nemi síðan staðar), þá mundi þa^
ekki hafa neina raunverulega þýðingu, því að minsta kosti
helmingurinn af því mundi verða óbreyttur eftir 1700 ár og
hinn helmingurinn ekki heldur allur geta orðið að gulli, þar
sem stöðugt myndast nokkurt sólefni. Gullið hefir frumeindar-
þungann 197, næst fyrir ofan er kvikasilfur með frumeindar-
þungann 200 og nokkru þar fyrir ofan er blý. Nú væri hugs-
anlegt, þó ekki hafi enn þá tekist, að með aðferð Rutherfords
mætti kljúfa blý og kvikasilfur, svo úr þeim yrðij gull. En
þar bæri að sama brunni og áður, að það mundi að eins fá
vísindalega, en enga raunverulega þýðingu. Maður verður sem
sé að gera ráð fyrir því, að útkoman yrði nokkuð lík og
þegar Rutherford klauf köfnunarefnið, að aðeins lítill hluti
af alfaögnunum megnaði að kljúfa kjarnann, t. d. þrjár af
hverri miljón. Til þess að útkoman verði sem best, ætla eg
að gera ráð fyrir því, að úr blý- eða kvikasilfurkjarnanum
losnaði í einu svo stórt stykki, að eftir yrði gullkjarni. Ef
maður fengi alfaagnirnar frá radíum, gæti eitt milligramm af
því i hæsta lagi framleitt 30 gullfrumeindir á sekúndu, en
það eyðist og yrði því að halda því við til þess að fá stöð-
ugt sömu framleiðslu. En í 1 grammi af gulli eru ca. 3000
triljónir frumeinda, og þar sem ekki eru nema rúmlega 30
miljónir sekúndna í einu ári, þá yrði 1 gramm af gulli a^
minsta kosti 3 biljónir ára að myndast á þenna hátt. Og þ°
maður gerði 'ráð fyrir því, að hver einasta alfaögn kæmi að
gagni, og tíminn þannig styttist niður í ca. 10 miljónir ára,
hefði það lítið að segja. Eg geri ráð fyrir, að fáir vildu leggi3
fram, þó ekki væri nema eitt milligramm af radíum til þess
fyrirtækis. Niðurstaðan verður því sú, að enn þá hafi ekki
verið komið auga á neina leið, til þess að breyta einu frum-
efni í annað, svo að verulegt gagn megi að verða. En það
getur enginn sagt, hvað framtíðin kann að bera í skauti sínu.