Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 55
eimreiðin
NÝLENDA ÍSLANDS
51
enginn efi eða deila. Með Úlfljótslögum og stofnun alþingis
er alment viðurkent, að land vort hafi orðið sjálfstætt, lög-
skíipulegt ríki, sem þar með var hæft til þess að öðlast rétt
°2 baka sér skuldbindingar (sbr. sérstaklega samninginn við
Noregskonung 1262). En um hið síðara atriði hafa komið
fram mörg andmæli, einkanlega frá norskum rithöfundum, er
e>natt hafa viljað telja gömlu Islendinga Norðmenn, en hafa
Urn fram alt lagt áherslu á það, að Eiríkur rauði hafi numið
Qrænland undir föðurland sitt, Noreg. En við þetta er tvent
að athuga. Fyrst og fremst er það fullsannað og ómótmælan-
*e9t, að Eiríkur var íslenskur þegn, og því rétt talinn íslensk-
Ur að þjóðerni, þegar landnámið fór fram undir forustu hans,
°9 á hinn bóginn hefði þegnstaða hans ekki að neinu leyti
9e*að haggað gildi hinnar íslensku bólfestu í Grænlandi, þótt
hann hefði verið Austmaður að lögum. Hitt er þar á móti
suðskiljanlegt, að frændur vorir, Norðmennirnir, hafi viljað
telja sér heiður að Eiríki, — en það gera þeir á sama hátt
Uln svo marga aðra fornfræga Islendinga, enda er enginn
nhsmunur um þjóðerni hans og fjölda annara merkra manna
hérlendra, sem komu út af Noregi og settust hér að í ís-
lensku þjóðfélagi.
Auk þessara hugtakseinkenna nýlendustofnana, sem nú var
drepið á, eru oft tilgreind ýms önnur atriði, svo sem yfirburðir
aðkomendanna gegn þeim, sem fyrir eru, og eiga sumir rit-
höfundar með þessu sérstaklega við »eldri menning«. Sé þetta
landnám fslendinga metið á þær vogar, getur enginn dregið
nýlendustöðu Grænlands gagnvart Islandi í neinn efa — og
verður þess að minnast í því sambandi, að ósiðaðir Eskimóar
e'9a engan landsrétt samkvæmt þjóðalögum og viðurkendum
Venjum um stofnun réttarskipulags í bygðum villimanna.
Annars má enn fremur geta þess, að ýmsar kenningar
nútímans um nýlendurétt hallast eðlilega að því að leggja
áhersluna á gagnsemd hinnar erlendu þjóðarbólfestu fyrir heim-
ínn. — En sé litið á hið íslenska landnám og bygging í
Qfænlandi frá því sjónarmiði, kemur fyrst fram með fullu afli,
hve ríkur er sanngirnisréttur vor til nýlendunnar. í skólum og
vísindastofnunum um allan heim er síðasta skifting veraldar-
sögunnar, milli miðalda og hins nýja tíma, aðallega bundin