Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 56
52
NVLENDA ÍSLANDS
EIMREIÐIN
við ferð Columbusar til Vesturheims. En hverra fórn var það>
sem lýsti honum leið yfir til hinnar nýju álfu? Því geta allar
þjóðir svarað, einungis á einn hátt. Það var fórn íslands, sem
flutti norrænan landnámshug vestur til hins næsta lands og
þaðan yfir til Vínlands. Stöðug sambönd Columbusar við bresk-
ar sjóhafnir höfðu veitt honum glöggar upplýsingar um sann-
leik þeirra sagna frá Vesturheimi, sem eðlilega bárust til Italíu,
frá Grænlendingum. En til þess að vera fullviss og geta stuðst
við eigin athuganir, fór Columbus frá Bretlandi svo langt vestur,
að hann gæti áttað sig vel á legu Grænlands, áður en hann
legði upp í hinn mikla hafleiðangur frá Spáni.
Landnámið vestra hófst á síðustu áratugum tíundu aldar,
eða rúmri öld eftir fyrstu bólfestur Norðmanna á Islandi,
Samkvæmt því sem hér er sagt, er Grænland þá um leið lagi
undir hið gamla íslenska ríki, og er nauðsynlegt að menn geri
sér það vel ljóst, að Grænlendingar sögðu sig aldrei úr lögum
við móðurlandið. Þvert á móti gerðu þeir það eitt, sem unt
var samkvæmt hinni fornu lögskipun, til þess að varðveita
sambandið, en það var, að hlýða sömu lögum sem ísland bjó
við sjálft og stofna samkyns höfðingjastjórn eins og réð þa
hér í landi. — Það hefur einnig verið margtekið fram áður,
að vöntun hins almenna framkvæmdarvalds eftir hinni gömlu
skipan hlaut að einkenna réttarsambandið á þann hátt, að
fram kæmu í dómum og réttarfari, enda standa vitnisburðir
þess í löggjöfinni. Hinn alkunni lögfræðingur ]. F. W. Schlegel
segir þannig í »Tímariti norrænnar fornfræði« (I. bls. 148—
149): »1 Grágás finnast órækastar sannanir um afstöðu Is-
lands til nýlendunnar«. Og á öðrum stað í sama riti segir
hann í aths. við Vígslóða, kap. CIII: »Af þessu sést hvort-
tveggja, að íslensk lög og réttarreglur giltu einnig á Græn-
landi, og að dómaskipan þar hefur verið á líkan hátt og a
Islandi, enda réttarfar í hinni grænlensku nýlendu jafntrygsi"
legt eins og í móðurlandinu, íslandi — svo að þess vegna
höfðu dómar þar fult réttargildi«. — Menn vita og, að ]óns-
bók hefur verið send til Grænlands og (samkvæmt ljóðannál-
um Lyschanders) verið boðuð þar og tilkynt sem landslög, og
er það eftirtektarvert, að svo virðist sem lögbókin hafi verið send
þangað frá íslandi (1281). Þess mætti og geta hér, að íslend-