Eimreiðin - 01.01.1924, Side 62
58
NVLENDA ÍSLANDS
EIMREIÐIN
arnir voru, hefði þessu ekki verið svo herfilega misbeitt; 09
þyrfti ekki annað því til sönnunar, heldur en tilvitnun tij
ýmsra ráðstafana vorra eigin tíma, sem bygðar eru á þeirri
hugsjón, að ríkið eða einkaréttarfélög geti unnið betur að
hagsmunum einstaklinga þjóðfélagsins í verslun og öðrum
fyrirtækjum, heldur en þeir sjálfir. — Og í fornöld íslands
hefur þessi hugsjón einmitt öðlast hina öflugustu réttlaetingu.
Stjórnleysi hinnar eldri skipunar var í rauninni ekki frelsi,
heldur kúgun fyrir þann, sem var minni máttar, — og skortur
alls yfirlits yfir hagsmuni þjóðarheildarinnar. Hefði enst tími
til þess að lækna þetta mein, án erlendra afskifta, hefði hug-
sjón Njáls með fimtardóminum náð að þroskast og framkvæm-
ast í æsar, þá hefði sjálfsagt betur farið. En eins og stofnað
var til »allsherjarríkisins« hér á landi hlaut alt að fara um
þetta eins og fór. Konungseinokunin er afleiðing vanmættisins
hjá þeim, sem vildu ekki beygja sig undir sameiginlega stjórn,
heima hjá sér sjálfum.
En þótt þessi erlenda konungshugsun mætti teljast réttlæt-
anleg frá upphafi, verða afleiðingar hennar banvænar. Og þá
kemur fram sú spurning, sem nú verður aðalafriðið. Hverja
réttarmerking hefur það um ríkisstöðu Grænlands, að íslensk
þjóð deyr þar út, undir vanrækslu um skilyrði gamla sáttmála
— um leið og landinu er yfirleitt lokað fyrir bjargráðum ein-
stakra manna eða félaga og annara landa? Það er alment
álit að drepsóttir, fjandsamlegar árásir skrælingja, þjóðblöndun
við þá og ef til vill hernám vinnandi fólks, af sjóræningjum,
hafi verið samvaldandi orsakir ásamt með samningsbrotum um
siglingar frá Noregi, til þess að bygðirnar lögðust í eyði. En
af öllum þessum orsökum er það strandabannið, ásamt með
hirðuleysi og vanmætti til þess að halda uppi siglingum mill'
Noregs og Grænlands, sem baka hina sögulegu ábyrgð fyrir
leikslokin.
Þegar alt kemur til álita fyrir dómi réttlætis og sanngirm
meðal þjóðanna, um stöðu Grænlands nú á vorum dögum,
hlýtur þetta atriði að ráða úrslitum: Getur sú konungstjórn,
sem með réttu verður sökuð um þjóðdauða íslendinga á
Grænlandi, unnið sér eignarrétt yfir landinu, með því að gera
tilraun til þess að bæta úr hinni hróplegu vanrækslu á sínum