Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 64
EIMREIÐIN
Papar.
Dalir og hæðir Irlands brunnu. Vmsir börðust um völdin,
og blóðið flaut. Með fram sjóarströndinni gerðu norrsenir
víkingar strandhögg, þeir voru heiðnir menn, bjarthærðir oS
rólyndir; ættstórar konur fluttu þeir ánauðugar á skip, rændu
og brendu klaustrin. Múnkarnir flýðu með klukkur, pergament
og helga dóma. I skóginum mættust þeir, eins og útlagar 1
sínu eigin landi. Meðan þeir sátu daprir umhverfis næturbálið
og horfðu inn í logana, rifjaðist það upp fyrir einhverjum
þeirra, að gamlir sjógarpar, sem höfðu borist víða um höf,
höfðu fundið óbygð lönd í norðri. Þar gekk sólin aldrei til
viðar á vori. Fuglar, sem ekki kunnu að hræðast, þöktu
strendur og sker, elfarnar voru fullar af fiski. — Munkarnir
hlustuðu og horfðu í glóðina, uns þeir sáu þar lönd og eyjar
í hillingum, — óbygðar strendur, sem aldrei höfðu döggvaS*'
blóði. Þar sáu þeir klaustrin sín rísa á ný, friðsæla bústaði,
sem sól guðs vermdi og himininn einn hvelfdist yfir.
Þegar nóttin er björtust í norðrinu, flýgur márinn langt út
á hafið um óttubil. Sólin hverfur aldrei undir hafsbrún, held-
ur skín svo hlýtt og sætt á lokuð augu, að þau ljúkast upp
ósjálfrátt, og sjá þá svo mikla fegurð, að það er óhugsandi
að falla aftur í blund. Norðurhöfin eru dýrðarheimur, undra-
draumur næturljóssins lyftir þeim inn í himin sinn. Loft og
lögur verða eitt í fegurð, sem naumast virðist jarðnesk.
Var það ekki eina slíka júní-nótt, að fyrstu landnemarnir
eygðu eyna, sem nú er ættland okkar? Var ekki himneskur
friður yfir örfáum smáskipum, sem höfðu lagt út á ókunn höf
í von og trú, meðan allir féllu á kné og þökkuðu guði og
heilögum verndaröndum fund ósnortinna stranda, þar sem
nóttin var björt af ljósi drottins?.
Hin fyrsta athöfn hins fyrsta manns, er steig fótum á mold
Sóleyjar, var bæn. Hið fyrsta hús, er reis þar úr dufti, var