Eimreiðin - 01.01.1924, Page 66
62
PAPAR
EIMREIÐlN
ættar-óðal, hið eina, sem blóðug jörðin megnaði aldrei að
svifta þá, þótt þeir vrðu að flýja land úr landi, útlagar i
niannheimi.
Þokunni léttir og ÁIftafjörður opnast. Papey roðnar •
morgunsól. Þarna var síðasta skjólið. Landið var eldi helgað
milli fjalls og fjöru. Þeir sáu bálin brenna á hæðum og bæjar-
reyki stíga til himins dag eftir dag, á nýjum og nýjum stöðv-
um, hofin rísa og flokka vopnaðra manna ríða um héruðin.
Vetur gekk í hönd og myrkur Iagðist yfir ey og fjörð.
Myrkur heiðninnar grúfði yfir landi og lýði. Goðarnir stöktu
stallana blóði fórnardýra, og í fjölmennum blótveislum neyttu
allir óhreinnar fæðu. Sóley var horfin og /sland komið •
staðinn. Hiti og birta suðursins skapaði hið fyrra nafnið,
kuldi og gerhygli norðursins hið síðara. Eins og fuglar í sár-
um sátu synir Irlands hinn síðasta vetur í eynni á Alftafirði,
er síðan ber nafn þeirra.
Vornóttin, sem hafði ljómað yfir fögnuði þeirra, er þeir
fundu friðland yst í Atlantshafi, lýsti sorg þeirra aftur út
á djúpið. Hulda.
Frá Færeyjum.
Eftir Frepstein Gunnarsson.
Síðastliðið sumar fór ég til Færeyja og dvaldi þar rúman
mánaðartíma. Erindi mitt var að kenna íslensku á kennara-
námsskeiði Færeyinga. Barnakennarar eyjanna hafa með sér
félagsskap, sem gengst fyrir hálfsmánaðar námsskeiði á hverju
sumri, þegar ekki hamlar fjárskortur. En öll eru framlög d'
slíkra hluta af skornum skamti þar, eins og annars staðar. Af
þeirri ástæðu hefur það ekki reynst fært að halda námsskeið
þessi á hverju sumri.
Á tveimur námsskeiðum áður hefur íslenska verið kend.