Eimreiðin - 01.01.1924, Page 68
64
FRÁ FÆREVJUM
EIMREIÐiN
vakningar í eyjunum. Skólinn stendur utanvert við Þórshöfn.
Þar var námsskeiðið haldið, og bjó ég líka í skólanum allan
tímann.
Nú stóð þannig á, að ég varð að bíða aðgerðarlaus í hálfan
mánuð, áður en námsskeiðið byrjaði. Það gat ekki orðið fvr
en eftir Olafsvökuhátíðina, sem er þjóðhátíð Færeyinga, oS
haldin er seinustu dagana í júlí. Þá kemur saman fjöldi fólks
í Þórshöfn, og þá er mikið um dýrðir. Hlutaveltur eru haldn-
Vogseiði á Suðurey.
ar, íþróttir sýndar, lúðrar þeyttir og bumbur barðar. En mest
ber á dansinum. Þeir, sem best þola, gera einróið og dansa
bæði nætur og daga. Mest eru dansaðir þjóðdansarnir og Þa
sungin þjóðkvæðin, en hljóðfærasláttur enginn. Þá er líka LÖg-
þingið sett og hrópað húrra fyrir kónginum. Alt er á ferð og
flugi og tjá og tundri. Það er eins og þegar mest gengur a
hér heima 17. júní. Þá fyrst fá skólarnir frí. Af þeim ástaeð-
um gat námsskeiðið ekki byrjað fyr.
Þennan tíma notaði eg því til þess að skoða mig um bekk'
og kynnast landi og fólki og lifnaðarháttum þess. Skal nu
stuttlega skýrt frá því helsta, sem fyrir mig bar.
Ég fór ekki víða um. Því hamlaði veðráttan að miklu leytu
Sjaldan kom þur dagur. Þoka og súld lá yfir eyjunum, oð
hráslagavindar næddu af hafi. Svona var mér sagt, að sumar-
veðrið væri þar oft og tíðum. Mér fanst kaldara en heima.
Vetur er þar aftur á móti miklu hlýrri en hér.