Eimreiðin - 01.01.1924, Page 70
66
FRA FÆREVjUM
EIMRHIÐIN
þökum, bæði í Þórshöfn og annars staðar. Oft stendur hjallur
á hlaðinu. Þar eru veiðarfærin geymd, og þar er þurkað
kjötið og fiskurinn. Þegar inn kemur í eldri húsin, verður
fyrst fyrir »reykstofan«. Hún svarar að nokkru til baðstofunnar
íslensku. í reykstofunni er þó ekki sofið, en þar er eldstæði,
og þar situr fólkið við ullarvinnu á veturna og aðra innivinnu.
I svefnstofunum eru enn þá víða lokrekkjurnar gömlu, sem
Qrindaveiðij í Miðvogi.
nú eru að mestu horfnar á íslandi. Þrifnaður er mikill á fær-
eyskum heimilum. Að minsta kosti var svo, þar sem ég kom-
Síst var hann minni en það, sem við eigum hér að venjast.
Samgöngur á milli þorpa eru tíðar. Mest er farið á sjó;
og getur þá tekið fyrir á vetrum. Þó er nú á síðustu árum
farið að leggja vegi, en óvíða er þó svo langt komið,
vegir nái á milli þorpa. Og auðvitað hagar víða svo til,
ekki verður lagður landvegur á milli.
Samband við umheiminn hafa Færeyingar tæplega eins S0**
og ætla mætti, þar sem þær liggja í þjóðleið. íslensku skipm
koma þar aldrei. Skip Sameinaða fél. danska koma þar venju-
lega í annaðhvert sinn, sem þau fara um, og norska skipið
»Sirius« hefur komið þar í hverri ferð. Færeyingar hafa líka
sjálfir átt milliferðaskip. En danska félagið hefur reynst þvi