Eimreiðin - 01.01.1924, Side 72
68
FRÁ FÆREV]UM
EIMREIÐIN
,, /
þrisvar á dag. Mjaltakonurnar sækja mjólkina til þeirra ut >
hagann, en reka þær ekki heim.
Sauðarækt er mikil á eyjunum. Féð er líkt því íslenska.
Það er harðgert og tápmikið, enda er það sett á guð og
gaddinn og látið ganga sjálfala allan veturinn, hverju sern
viðrar. Mest alt kjötið, sem ekki er notað nýtt, er þurkað os
hert, — og kalla Færeyingar það »Skjærpekjöt«. Það, sem
vel [verkast, er bragðgott og ljúffengt. Sumt mundi þó talið
Klaksvík.
spilt, eftir íslenskum smekk. Eftir því, sem mig minnir, er
sauðfé á Færeyjum fleira að tiltölu en hér á íslandi.
Hestar eru fáir. Þeir eru nokkru stærri en okkar. Á sum-
um smæstu eyjunum hafa þeir ekki þekst til skamms tíma.—
Því til sönnunar er þessi saga: Kerling ein hafði alið allan
aldur sinn á afskektri smá-ey. Þar var hvorki til hross né
köttur, og hafði hún hvorugt séð. Þegar hún var nálægt sjö-
tugu, kom hún í fyrsta sinn til næstu eyjar. Þar kom hún á
bæ, og var henni boðið til stofu. Þegar hún var ný-sest niður,
kemur köttur hlaupandi, stekkur upp á stól við hliðina á henni
og mjálmar. Kerlingu varð ákaflega bilt við, hún rýkur upp
af stólnum, slær á lærið og segir: »Er nú þetta hross?4 —
Fólkið sjálft hef ég varla nefnt á nafn enn. En þar er