Eimreiðin - 01.01.1924, Page 74
70
FRÁ FÆREVJUM
eimreiðiN
eyjunum er lagður undir konung, og enn í dag rennur leigan
af þeim í danskan ríkissjóð. Þá er lagður niður prestaskóli
sá, sem verið hafði um langan aldur í Kirkjubæ. Þar hafð1
líka biskup eyjanna setið. Síðasti biskupinn, Ámundur Olavs-
son, er settur af um siðaskiftin. Þá er og líka að mestu leyti
slitið sambandinu við Island. En áður hafði það verið all-náið,
eins og sýna mætti og sanna með ýmsum dæmum. Fleira
Kirkjubær. (Kirkjumúrarnir sjást vinstra megin á myndinni).
mætti telja, en þetta er nóg. Það er fátt verra en þetta, sem
hægt er að gera fátækri og fámennri bióð.
Nú er amtmaðurinn æðsti embættismaður eyjanna. Hann er
danskur. Undir hann heyra sýslumennirnir. Þeir eru færeyskir-
En þeir hafa lítil völd, litlu meiri en hreppstjórar hér. Þá
hafa Færeyingar nú ráðgefandi þing. Það kalla þeir LögbinS-
Þar sitja 22 þingmenn að meðtöldum prófasti og amtmanni-
sem nú eiga að víkja burtu af þingi, eftir nýjum lögum-
Flokkaskifting er mjög greinileg. Þjóðin öll og þing skiftist í
tvo flokka, sambandsmenn og sjálfstjórnarmenn. Stefna sam-
bandsmanna er sú, að halda öllu í sama horfinu og verið
hefur, nema ef hægt væri að gera dönsku yfrirráðin enn þá
sterkari. Sjálfstjórnarmenn berjast aftur á móti fyrir því, að
móðurmálið nái rétti sínum í skólum og kirkjum, og jafnframt
fyrir því, að þjóðin fái að ráða sem mestu í sínum málum