Eimreiðin - 01.01.1924, Síða 78
74
FRA FÆREVJUM
eimreiðin
sem þessir menn hafa látið frá sér fara, mundi fullvel þola
dóm okkar og annara þjóða.
Og enginn þarf að hugsa, að hér verði staðar numið. Fær-
eyingar eiga eftir að sýna það enn þá betur, að sú grein
norraena kynstofnsins, sem fest hefur rætur á gróðurlausum
klettunum þarna úti í miðju Atlantshafi, hún á enn þá eftir að
standa um langan aldur ófúin og óbrotin. Og enginn veit enn,
hvaða blóm hún kann að bera, þegar stundir líða.
Glampar.
Eftir G. Ó. Fe/ls.
Harpan.
Ská/dið:
Eg krýp þér, harpa, horfi’ á þína strengi,
horfi’ í auðmýkt, bæði fast og lengi.
Þar tónar blunda. Bíddu hæg, mín þrá!
Bragi — má eg vekja þá?
Bragi:
Þér er harpan heimil; láttu strengi
hennar óma, bæði skært og lengi.
En tónar hennar eru brekabörn,
blóðheit, — nokkuð ærslagjörn!
Mundu því, að þér er best að láta
þá ei svigrúm hafa fram úr máta.
Mundu það, þeir eru brekabörn,
blóðheit, nokkuð ærslagjörn!
Skáldið:
Alt af hef eg barnavinur verið;
veit eg, að í lífsins sjó margt skerið