Eimreiðin - 01.01.1924, Page 80
76
GLAMPAR
EIMREIÐlN
En trauðl’ ’ans tilvist getur
neitt, trú mér, sannað betur
en góð og göfug sál!
Tíminn læknar.
Þó að tíðum þung sé glíma
þrautir við, er hins að gá:
Alt er stuttan eftir tíma,
eins og draumur, liðið hjá.
Tíminn serhvert bölið bætir;
býsna oft eg reyndi það.
Því, sem núna geð mitt grætir,
get eg seinna hlegið að!
Spíritisminn eflist á Englandi.
Eftir Einar H. Kvaran.
Mjög mikið er gert úr því á Englandi um þessar mundir.
hvað spíritisminn sé að eflast. Það er ekki eingöngu spíritista-
blöðin, sem gera það, heldur má líka sjá það á almennu
fréttablöðunum. Fyrir nokkrum árum vöruðust þau blöð um
þvert og endilangt Stórbretaland að minnast á sálræn efni, nema
þá helst með mjög stuttorðum skætingi. Þau vissu það, að tal
um samband við annan heim var ekki vinsælt hjá háttvirtum oS
kristnum almenningi. Það er sérstök atvinna í öðrum löndum
að safna fyrir menn umsögnum blaðanna um sérhver efni,
sem pöntuð eru. Ritstjóri blaðsins Light skýrir frá því, að þem,
sem hafi fyrir nokkrum árum pantað blaða-umsagnir um
spíritistisk efni, hafi fengið sama sem ekkert alt árið. Nú fal
þeir gífurlega bunka á hverri viku.
Það var eftirtektarverð grein í stórblaðinu «Daily Mail*
fyrir fáum vikum. Blaðið er lesið um mikinn hluta veraldar-