Eimreiðin - 01.01.1924, Page 88
84
SPIRITISMINN EFLIST Á ENGLANDI eimreiðin
þessu öllu. Hún sagði: »Stækkaða myndin er sæmilega góð.
En hún er ekki eins góð og frummyndin. Nokkuð af bak-
veggnum hefur verið tekið burt, og skugginn vinstra megin a
andlitinu er of veikur. En hún er ekki slæm«. Þetta var lag-
lega gert af Fedor, því að eg vissi ekki, að neitt hefði verið
kákað við bakvegginn. En það hafði verið gert.
Þá gaf Fedor mér mjög snjalla og sannfærandi lýsing a
frænda mínum, sem dó fyrir 32 árum, og hún sagði mér, úr
hverju hann hefði dáið, og líka, að hann hefði haft þjáningar
í brjóstinu. Hún nefndi ekki nafn hans, en eg vissi, hver það
var, og að hann hafði þjáðst af andþrengslum.
Og rétt í því bili, sem hún þagnaði, eftir að hún hafði sagt.
að nú væri hann orðinn hraustur og heilbrigður og að nú
væri honum létt um andardráttinn, kom það, sem mér hnykti
mest við að heyra þennan dag. Nokkuð frá miðlinum og
nokkuð frá mér talaði konan mín beint við mig. Hún sagði í
áköfum, áhyggjufullum róm: »Bob, eg er hér; eg er hjá þér,
Bob«. Og þá tók Fedor aftur til máls, og eg var of forviða
til þess að yrða á konuna mína beint. En eg þekti rödd
hennar, og eg vissi, að enginn annar hefur nokkuru sinni borið
fram orðið Bob eins og hún bar það fram. Og eg held, að
rengingamaðurinn muni kannast við það, að af frú Tranquils
hálfu hafi það verið mjög slyng og djarfleg svikaflækja að
giska á nafn mitt, líkja eftir framburði konunnar minnar, stæla
rödd hennar og smella þessum eftirtakanlega atburði inn á
milli tveggja setninga, sem Fedor sagði.
Fedor mælti: »Frúin yðar talar oft um Annie. Hún segir,
að sér þyki vænt um Annie. Og hún talar um Lizzie. Hún
er hér mjög nærri, og þær báðar«. Annie er bróðurdóttir
mín og Lizzie systir konunnar minnar. En hver firðhrifamaður
gat giskað á það með því að horfa fast á skallann á höfðinu
á mér!
Og svo var það, eftir að Fedor hafði spurt um eftirlætis
brjóstnál konunnar minnar, sem prjónninn hafði tapast úr, að
hún hélt áfram: »Hún er að segja þér þessi ómerkilegu atriði
til þess að sannfæra þig um, að hún hafi komið á heimili þitt«-
Þá talaði hún um aldingarðinn og um það, að eg 3æ^1
fuglunum, og kvaðst vera áhyggjufull út af einni dóttur okkar,