Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1924, Page 88

Eimreiðin - 01.01.1924, Page 88
84 SPIRITISMINN EFLIST Á ENGLANDI eimreiðin þessu öllu. Hún sagði: »Stækkaða myndin er sæmilega góð. En hún er ekki eins góð og frummyndin. Nokkuð af bak- veggnum hefur verið tekið burt, og skugginn vinstra megin a andlitinu er of veikur. En hún er ekki slæm«. Þetta var lag- lega gert af Fedor, því að eg vissi ekki, að neitt hefði verið kákað við bakvegginn. En það hafði verið gert. Þá gaf Fedor mér mjög snjalla og sannfærandi lýsing a frænda mínum, sem dó fyrir 32 árum, og hún sagði mér, úr hverju hann hefði dáið, og líka, að hann hefði haft þjáningar í brjóstinu. Hún nefndi ekki nafn hans, en eg vissi, hver það var, og að hann hafði þjáðst af andþrengslum. Og rétt í því bili, sem hún þagnaði, eftir að hún hafði sagt. að nú væri hann orðinn hraustur og heilbrigður og að nú væri honum létt um andardráttinn, kom það, sem mér hnykti mest við að heyra þennan dag. Nokkuð frá miðlinum og nokkuð frá mér talaði konan mín beint við mig. Hún sagði í áköfum, áhyggjufullum róm: »Bob, eg er hér; eg er hjá þér, Bob«. Og þá tók Fedor aftur til máls, og eg var of forviða til þess að yrða á konuna mína beint. En eg þekti rödd hennar, og eg vissi, að enginn annar hefur nokkuru sinni borið fram orðið Bob eins og hún bar það fram. Og eg held, að rengingamaðurinn muni kannast við það, að af frú Tranquils hálfu hafi það verið mjög slyng og djarfleg svikaflækja að giska á nafn mitt, líkja eftir framburði konunnar minnar, stæla rödd hennar og smella þessum eftirtakanlega atburði inn á milli tveggja setninga, sem Fedor sagði. Fedor mælti: »Frúin yðar talar oft um Annie. Hún segir, að sér þyki vænt um Annie. Og hún talar um Lizzie. Hún er hér mjög nærri, og þær báðar«. Annie er bróðurdóttir mín og Lizzie systir konunnar minnar. En hver firðhrifamaður gat giskað á það með því að horfa fast á skallann á höfðinu á mér! Og svo var það, eftir að Fedor hafði spurt um eftirlætis brjóstnál konunnar minnar, sem prjónninn hafði tapast úr, að hún hélt áfram: »Hún er að segja þér þessi ómerkilegu atriði til þess að sannfæra þig um, að hún hafi komið á heimili þitt«- Þá talaði hún um aldingarðinn og um það, að eg 3æ^1 fuglunum, og kvaðst vera áhyggjufull út af einni dóttur okkar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.